Skráning
Setja í mitt dagatal
Hvenær:
10. nóvember, 2019 @ 18:30 – 20:00
2019-11-10T18:30:00+00:00
2019-11-10T20:00:00+00:00
Hvar:
Chess.com
Tengiliður:

Í vetur verða mánaðarleg netskákmót á chess.com fyrir skákkrakka á grunnskólaaldri. Keppt er um bestan árangur í hverjum bekk fyrir sig á landsvísu. Góð verðlaun í boði m.a. ferðavinningur að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fimm bestu mótin telja.
Fyrsta mótið fer fram sunnudaginn 8. september kl. 17:00. Tefldar verða sjö umferðir með 4 mínútna umhugsunartíma og 2sek viðbót við hvern leik. Áætlað er að mótinu ljúki kl. 18:30.
Svona skráir þú þig til þátttöku og teflir:
- Velur notendanafn (ef þú ert nýr notandi) og skráir þig inn á https://chess.com/register
- Skráir þig til keppni í mótaröðinni hérna -> Skráningarform
- Skráir þig í klúbbinn „Skólanetskák“ hjá Chess.com.
- Mætir á chess.com/live tímanlega fyrir mót og skráir þig í mótið. Mótið er aðgengilegt undir „Tournaments“ hægra megin við skákborðið.
- Þegar mótið byrjar er sjálfkrafa raðað saman andstæðingum í 1.umferð
- Eftir að þú klárar þína skák í hverri umferð bíður þú þar til þú færð sjálfkrafa næsta andstæðing.
Verðlaun í fyrsta mótinu:
- Sá efsti í hverjum bekk frá 1.–10.bekk: Gull-áskrift að chess.com í eitt ár
- Auk þess fær sá efsti í bekkjum 6. – 10. sem býr utan Reykjavíkur og Kópavogs sömu verðlaun.
Dagsetningar mótanna í vetur:
- Sunnudaginn 8.september kl 17-18:30
- Sunnudaginn 6.október kl 17-18:30
- Sunnudaginn 10.nóvember kl 18:30 – 20:00
- Sunnudaginn 8.desember kl 17-18:30
- Sunnudaginn 5.janúar kl 17-18:30
- Sunnudaginn 2.febrúar kl 17-18:30
- Sunnudaginn 1.mars kl 17-18:30
- Sunnudaginn 5.apríl kl 17-18:30
- Sunnudaginn 10.mai kl 17-18:30
Skákstjórar:
Tómas Veigar Sigurðsson, Halldór Grétar Einarsson og Stefán Bergsson