Reglur um styrktarsjóð Skáksambandsins

Stjórn SÍ ákvað á fundi sínum 27. september 2020 að stofna sérstakan styrktarsjóð sem er ætlað að veita styrki til ýmiss konar verkefna innan hreyfingarinnar.

Aðildarfélög og einstaklingar geta sótt um styrki til sérstakra verkefna, eftir því sem mælt er fyrir um í reglum þessum.

Sjóðnum er einnig ætlað að standa undir styrkjum til einstaklinga til að sækja mót erlendis í samræmi við reglugerð um slíka styrki: https://skak.is/skaksamband/um-ssi/reglugerdir/styrkjareglur-si/.

Gjafir í sjóðinn

Hægt er að gefa í sjóðinn  með millifærslu inn á reikning 114-26-58026, kt. 580269-5409. Allt fé sem fer í styrktarsjóðinn rennur alfarið í styrkveitingar ― ekkert í kostnað.

Hvað styrkir sjóðurinn?

a)     Einstaklinga sem halda á mót erlendis

Sjá reglur um slíka styrki hér

b) Sértæk verkefni

  1. Fræðslumál og útgáfumál-
  2. Mótahald með áherslu á ungmenni, konur og landsbyggð.
  3. Hópferðir taflfélaga eða annarra formlegra hópa á skákmót erlendis með áherslu á ofangreint
  4. Önnur verkefni – sem sjóðsstjórn telur rétt að styrkja

Almennt er ekki styrkt fyrir launakostnaði.

Styrkveiting

Hægt er að sækja um styrki allt árið og skulu styrkbeiðnir vera afgreiddar innan 30 daga eftir að umsókn berst. Styrkir til sértækra verkefna geta að hluta eða öllu leyti verið í formi skákbúnaðar.

Umsókn og umsækjendur

Umsóknir um styrk skulu berast sjóðsstjórn á sérstöku umsóknarblaði

Sjóðsstjórn

Í sjóðsstjórn situr aðalstjórn SÍ. Reikningur styrktarsjóðs SÍ verði birtur í ársskýrslu SÍ ár hvert sem og yfirlit yfir allra styrkveitingar sjóðsins.

Tekjur sjóðsins

Öll áskriftargjöld Skáksambandsins skulu renna í sjóðinn frá og með starfsárinu 2020-21. Stjórn SÍ getur auk þess sett inn sérstök framlög í sjóðinn ef hún telur ástæðu til.  Verði eftirstöðvar í lok starfsárs flytjast þær yfir á næsta ár.

Útborgun styrkja

Styrkþegar skulu að verkefni loknu skila inn greinargerð (form væntanlegt) um verkefnið. Styrki skal almennt greiða út að verkefni/móti loknu en gera má undantekningar á því ef aðstæður krefjast.

Breyting á stofnskrá sjóðsins

Sjóðurinn var stofnaður á stjórnarfundi SÍ í 27. september 2020 og tekur gildi 1. desember 2020. Stefnt er á að staðfesta reglur sjóðsins á næsta aðalfundi SÍ og framvegis verði aðeins hægt að breyta þeim á aðalfundum.