Uppfærðar á stórnarfundi SÍ, 7. febrúar 2023.
Reglugerð um þátttöku barna og unglinga á alþjóðlegum barna- og unglingaskákmótum FIDE og ECU.
1. Þau börn og unglingar sem uppfylla lágmarks stig SÍ (sjá töflu) eru valin sem fulltrúar Íslands á alþjóðleg barna- og unglingamót FIDE og ECU, svo framarlega sem þau mót séu sett á dagskrá af SÍ, og svo framarlega sem fulltrúar Íslands standist frekari kröfur eins og kveðið er á um í þessari reglugerð eins og fjölda tefldra skáka og þátttöku á NM í skólaskák. Stjórn SÍ skal leitast eftir því að setja mót á dagskrá og velja keppendur samkvæmt reglugerð þessari eigi síðar en þremur mánuðum fyrir mót.
2. Skilgreiningar
a) Heimsafreksmörk: Ef líklegt er að keppandi lendi í efsta fjórðungi móts.
b) Afreksmörk: Ef líklegt er að keppandi lendi í efri helmingi móts.
c) Lágmörk: Ef líklegt er að keppandi verði ofar en í neðsta fjórðungi mótsins.
3. Kostnaðarhlutfall er sem hér segir
a) Efri afreksmörk – SÍ greiðir allan kostnað
b) Afreksmörk – SÍ greiðir helming kostnaðar
c) Lágmörk – Keppandi ber allan kostnað sjálfur
SÍ greiðir kostnað við einn fararstjóra að lágmarki á þau mót sem það hefur á dagskrá.
4. Efni SÍ til sérstakrar fjáröflunar vegna þátttöku á þessum mótum er keppendum skylt að taka þátt í þeirri fjáröflun.
5. Eftirfarandi tafla segir til um þann styrkleika sem SÍ setur sem lágmark og einnig tilgreinir hún afreksmörkin. Miðað er við sömu aldursflokka og keppt er á HM/EM ungmenna (slétt ár).
Uppfært eftir stigauppfærslu 1. mars 2024.
Strákar (e. 1. mars) | Stelpur (e. 1. mars) | |||||
Heims | Afreks | Lágmark | Heims | Afreks | Lágmark | |
U20 | 2450 | 2250 | 2000 | 2150 | 2000 | 1850 |
U19 | 2400 | 2250 | 2000 | 2100 | 1970 | 1850 |
U18 | 2350 | 2200 | 2000 | 2100 | 1970 | 1850 |
U17 | 2300 | 2150 | 1970 | 2000 | 1910 | 1790 |
U16 | 2250 | 2100 | 1940 | 1970 | 1850 | 1730 |
U15 | 2200 | 2000 | 1880 | 1910 | 1820 | 1700 |
U14 | 2100 | 1940 | 1790 | 1880 | 1760 | 1640 |
U13 | 2000 | 1880 | 1730 | 1820 | 1700 | 1580 |
U12 | 1940 | 1820 | 1670 | 1730 | 1640 | 1550 |
U11 | 1850 | 1730 | 1610 | 1670 | 1580 | 1490 |
U10 | 1790 | 1670 | 1520 | 1610 | 1520 | 1430 |
U9 | 1700 | 1580 | 1460 | 1550 | 1460 | 1400 |
U8 | 1610 | 1490 | 1400 | 1460 | 1400 | 1400 |
Afreksmörk fyrir 1. mars 2024.
Strákar (f. 1. mars) | Stelpur (f. 1. mars) | |||||
Heims | Afreks | Lágmark | Heims | Afreks | Lágmark | |
U20 | 2450 | 2250 | 2000 | 2150 | 2000 | 1750 |
U19 | 2400 | 2250 | 2000 | 2100 | 1950 | 1750 |
U18 | 2350 | 2200 | 2000 | 2100 | 1950 | 1750 |
U17 | 2300 | 2150 | 1950 | 2000 | 1850 | 1650 |
U16 | 2250 | 2100 | 1900 | 1950 | 1750 | 1550 |
U15 | 2200 | 2000 | 1800 | 1850 | 1700 | 1500 |
U14 | 2100 | 1900 | 1650 | 1800 | 1600 | 1400 |
U13 | 2000 | 1800 | 1550 | 1700 | 1500 | 1300 |
U12 | 1900 | 1700 | 1450 | 1550 | 1400 | 1250 |
U11 | 1750 | 1550 | 1350 | 1450 | 1300 | 1150 |
U10 | 1650 | 1450 | 1200 | 1350 | 1200 | 1050 |
U9 | 1500 | 1300 | 1100 | 1250 | 1100 | 1000 |
U8 | 1350 | 1150 | 1000 | 1100 | 1000 | 1000 |
Miðað er við alþjóðleg skákstig. Aldur miðast við afmæli á viðkomandi ári. Afreks- og lágmörk eru unnin úr mótstöflum EM & HM barna og unglinga og skulu yfirfarin árlega.
Ekki er miðað við skákstig á ákveðnum punkti heldur er nægjanlegt að hafa náð viðkomandi skákstigum sex mánuðum áður en val keppenda fer fram.
6. Lágmarks virkni til að geta keppt sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni barna og unglinga skal vera; að hafa teflt 25 kappskákir reiknaðar til alþjóðlegra skákstiga á síðustu 12 mánuðum. Þó skal tekið tillit til aðstæðna ungra skákmanna af landsbyggðinni.
7. Stjórn SÍ skipar ár hvert ráðgjafarnefnd sem fylgist sérstaklega með því hvort tilefni sé til að veita undanþágu frá stigalágmörkum og virknireglum .
8. Þátttaka í opnum flokki í NM í skólaskák er skilyrði fyrir vali á önnur mót á vegum SÍ. Ráðgjafarnefnd metur hvort forföll keppenda sem voru valdir á NM séu réttmæt.
Viðauki I
Við gerð taflna í þessari reglugerð var stuðst við HM og EM ungmenna árið 2019, 2022 og 2023.
Tekið var meðaltal mótanna miðað upphaflega töfluröð keppenda. Fundið var út hvaða stig þeir keppendur sem eru í neðstir í efsta fjórðungi mótsins, sá keppandi er í miðju töfluröð og sá sem er neðstur í þriðja fjórðungi mótins. Meðaltal EM og HM er námundað í næstu 50 stig.
Dæmi: 100 manna flokkur – stuðst er við stig þeirra sem eru nr. 25 (heimsafreksmörk), 50 (afreksmörk) og 75 (lágmörk) í töfluröð keppenda.
Oddatöluár eru meðaltal sléttatöluáranna og námundað í næsta 50.
Töflur eru uppfærðar ár hvert.
Viðauki II
Vinnuskjal sem sýnir útreikninga afreksmarkanna.
Viðauki III
ELDRI REGLUR (EKKI LENGUR Í GILDI)
Reglugerð um þátttöku barna og unglinga á alþjóðleg barna- og unglingaskákmótum FIDE og Evrópuskáksambandsins.
- Þau börn og unglingar sem uppfylla lágmarks stig SÍ (sjá töflu) eru valin sem fulltrúar Íslands á alþjóðleg barna- og unglingamót FIDE og Evrópuskáksambandsins, svo framalega sem þau mót séu sett á dagskrá af SÍ, og svo framarlega sem fulltrúar Íslands standist frekari kröfur eins og kveðið er á um í þessari reglugerð eins og virkni og þátttöku á NM í skólaskák.
- Ef barn eða unglingur ermeð þann styrkleika sem talinn er þurfa til að lenda í miðjum hópi eða ofar á HM/EM barna og unglinga (sjá töflu), þá skilgreinir SÍ þann einstakling sem afreksbarn eða afreksungling.
- Afreksunglingum og afreksbörnum er boðið á þau mót sem SÍ setur á dagskrá og er meirihluti ferðakostnaðar greiddur. Miðað er við að afrekskrakkar taki þátt í ferðakostnaði sem nemi þriðjungi. Aðrir fulltrúar Íslands greiða sinn ferðakostnað sjálfir, en er bent á styrki úr almenna styrktarkerfi SÍ og einnig getur þeim staðið til boða kjör eins og ókeypis uppihald frá mótshöldurum.
- Efnir SÍ til sérstakar fjáröflunar vegna þátttöku á þessum mótum er keppendum skylt að taka þátt í þeirri fjáröflun.
- Eftirfarandi tafla segir til um þann styrkleika sem SÍ setur sem lágmark og einnig tilgreinir hún afreksmörkin.Miðað er við íslensk skákstig. Aldur miðast við afmæli á viðkomandi ári. T.d. teljast þeir 11 ára sem fæddir eru árið 2000, fyrir mót á árinu 2011. Afreksmörkin eru unnin úr mótstöflum EM&HM barna og unglinga árið 2010.
Drengir | Stúlkur | |||||
Aldur | Lágmark | Afreks | Lágmarks | Afreks | ||
11 ára | 1400 | 1650 | 1300 | 1475 | ||
12 ára | 1500 | 1750 | 1350 | 1575 | ||
13 ára | 1600 | 1850 | 1400 | 1675 | ||
14 ára | 1700 | 1950 | 1450 | 1775 | ||
15 ára | 1800 | 2040 | 1500 | 1850 | ||
16 ára | 1900 | 2125 | 1550 | 1925 | ||
17 ára | 2000 | 2190 | 1600 | 1975 | ||
18 ára | 2100 | 2250 | 1650 | 2025 | ||
19 ára | 2150 | 2300 | 1700 | 2075 | ||
20 ára | 2200 | 2350 | 1750 | 2125 |
- Vegna ónákvæmni fyrstu stiga skal lágmarksfjöldi skáka vera 25 til þess að þau séu marktæk.
- Fyrir börn yngri en 11 ára metur ráðgjafarnefnd skipuð af stjórn SÍ hver þeirra eiga erindi á alþjóðleg barnamót, einnig metur sama nefnd hver þeirra teljast til afreksbarna. Ráðgjafanefnd skilar áliti hvað þetta varðar til SÍ.
- Ráðgjafarnefndin skal skipuð skólastjóra Skákskólans og tveim öðrum aðilum sem taldir eru þekkja vel til ungra skákmanna og geta metið getu og framtíðarhorfur þeirra.Stjórn SÍ skipar nefndina og tekur allar lokaákvarðanir.
- Lágmarks virkni til að geta keppt sem fulltrúi Íslands í alþjóðlegri keppni barna og unglinga skal vera; að hafa teflt 25 kappskákir reiknaðar til íslenskra stiga á síðustu 12 mánuðum.Þó skal tekið tillit til aðstæðna ungra skákmanna af landsbyggðinni og barna yngri en 11 ára.
- Við upphaf hvers starfstímabils stjórnar SÍ (1.júní) skal stjórnin í samráði við Skákskóla Íslands ákveða í hvaða barna- og unglingamótum Ísland taki þátt frá 1.júlí fram til 30.júní næsta ár. Um leið eru þeir einstaklingar sem uppfylla stigalágmörkin og afreksmörkin útnefndir og gildir útnefningin til áramóta. Að lokinni birtingu stigalista 1. desember er á sama hátt útnefnt og gildir sú útnefning frá 1.janúar til 30.júní. Stjórn SÍ er heimilt að veita undanþágu frá stigalágmörkum og virknireglum við sérstakar aðstæður. Einnig getur stjórnin að undangenginni ráðleggingu ráðgjafarnefndarinnar hækkað einstakling upp í afrekshópinn.
- Þátttaka í opnum flokki í NM í skólaskák er skilyrði fyrir vali á önnur mót á vegum SÍ. Stjórn SÍ og Skákskólinn meta hvort forföll keppenda sem voru valdir á NM séu réttmæt.
- Miðað er við að SÍ greiði kostnað við fararstjóra ef fleiri en tveir keppendur fara á mót.
Samþykkt á stjórnarfundi í júní 2011.
Reglur um val keppenda á barna-og unglingaskákmótum fyrir Íslands hönd
- Fulltrúar Íslands verða að uppfylla eftirfarandi stigalágmörk:
drengir stúlkur
0-10 ára 1300 1250
11-12 ára 1500 1350
13-14 ára 1700 1450
15-16 ára 1900 1550
17-18 ára 2100 1650
19-20 ára 2200 1750
- Taka skal mið af íslenskum skákstigum birtum 1. júní og 1. desember ár hvert. Stig nýjasta lista gilda. Stig taka gildi mánuði frá birtingu þeirra.
- Við upphaf hvers starfstímabils stjórnar SÍ skal stjórnin í samráði við Skákskóla Íslands ákveða á hvaða barna-og unglingamótum Ísland muni taka þátt í það starfsárið og um leið tilnefna keppendur í samræmi við stigalágmörk á þau mót sem liggja fyrir fram að áramótum. Að lokinni birtingu stigalista 1. desember verða keppendur tilnefndir á þau mót sem liggja fyrir út starfsárið. Uppfylli fleiri en einn skákmaður stigalágmörkin verður mótum skipt á milli þeirra sem uppfylla lágmörkin. Sá sem er með hæstu stigin í sínum flokki fær að velja sér mót, annar stigahæsti fær svo að velja sér mót o.s.frv. Stjórn SÍ skal hafa það að leiðarljósi að öll börn og ungmenni sem uppfylli lágmörkin skuli tefla fyrir Íslands hönd með einum eða öðrum hætti. Sé stigahæsti einstaklingurinn af einhverjum orsökum forfallaður (t.d. gefi ekki kost á sér eða sé í banni vegna brota á hegðunarreglum) skal velja næststigahæsta einstaklinginn og svo koll af kolli svo lengi sem þessir einstaklingar uppfylli stigalágmörkin. Uppfylli enginn stigalágmörk viðkomandi flokks verður ekki sendur keppandi í þann flokk. Þó er stjórn SÍ heimilt að veita undanþágu frá stigalágmörkum ef sérstaklega stendur á.
- Þegar metin er virkni skal miða við 15 kappskákir síðustu 12 mánuði. Tekið skal tillit til aðstæðna ungra skákmanna af landsbyggðinni.
- Þátttaka í NM í skólaskák er skilyrði fyrir vali á önnur mót á vegum SÍ. Stjórn SÍ og Skákskólinn meta hvort forföll valdra keppenda á NM séu réttmæt.
- Keppendum skal gert grein fyrir vali SÍ um leið og það liggur fyrir.
- Liðir 1 og 3 gilda ekki um NM í skólaskák, þar skal ávallt senda stigahæstu keppendurna í hverjum flokki, án tillits til stigalágmarka.