Skákmenn

  • Hægt er að hala skjalið niður og vista sem Excel (File -> Download as ..)
  • Hægt er að raða skjalinu eftir félögum með því að velja View – List view og velja svo viðkomandi félag í flettiglugga efst í C-dálkinum

**** Félagaskiptaeyðublað

Félagaskiptaeyðublað fyrir erlenda keppendur

Félagaskiptasaga – erlendir

Upplýsingar fyrir erlenda félagsmenn

Reglugerð um Keppendaskrá Skáksambandsins

Skákmeistarar Íslands Íslandsmeistarar í kvennaflokki
Unglingameistarar Íslands Drengja- og telpnameistarar Íslands
Titilhafar Landsliðsmenn
Íslensk skákstig

Íslenskir skákmenn

Íslenskir skákmenn eru að sumu leyti þverskurður af samfélagi. Innan raða þeirra finnst fólk af ýmsum toga, rétt eins og í öðrum fjöldahreyfingum. Þar finnst fólk af öllum þjóðfélagsstigum, stjórnmálaskoðunum og trúarbrögðum, rétt til að nefna helstu aðgreiningar fólks. Elstu virku skákmenn landsins eru á níræðisaldri og þeir yngstu vart byrjaðir í barnaskóla. Flestir skákmenn eru reyndar karlkyns, en á síðustu árum hafa sífellt fleiri stúlkur tekið að glíma við reitina 64.

Íslenskir skákiðkendur og áhugamenn eru búsettir víða um land og jafnvel erlendis. Ísland hefur það fram yfir a.m.k. flest önnur lönd, að jafnvel í einangruðustu afkimum má finna fólk að tafli. Saga skákarinnar á Íslandi nær jafnframt langt aftur í aldir og má m.a. finna margar vísanir í skákiðkun í fornritunum.

Ísland nýtur mikillar virðingar í skákheiminum, enda eru hvergi jafn margir stórmeistarar miðað við íbúafjölda og hið sama gildir um vægi skákar, fjölda og stærð skákmóta og, síðast en ekki síst, afrek skákmanna á alþjóðavettvangi. Meðal annars af þeim sökum hafa flestir sterkustu skákmenn heims hina síðustu tvo áratugi sest að tafli á Íslandi. Og hér ákvað Robert J. Fischer að dvelja síðustu æviárin.

Skák er þjóðaríþrótt Íslendinga. Málið er ekki flóknara en það.