Heiðursfélagar SÍ

Heiðursfélagar SÍ

Pétur Zóphóníasson ættfræðingur var fyrsti heiðursfélagi SÍ árið 1933. Hann hafði gengist fyrir stofnun Taflfélags Reykjavíkur 1901 og verið í forystu félagsins lengi vel. Hann var jafnframt margfaldur meistari félagsins og skákmeistari Íslands fimm fyrstu árin, 1913-1917. Synir hans, Áki og Sturla, áttu síðan eftir að koma mikið við sögu íslenskrar skákhreyfingar.

Gull- og silfurmerki SÍ voru veitt í fyrsta skipti 2001. Gunnar Eyjólfsson leikari fékk fyrsta gullmerkið, en hann hafði verið fararstjóri og andlegur leiðtogi á mörgum ólympíuskákmótum, auk þess að hafa sýnt skákinni góðvild á löngum ferli. Síðar átti dóttir hans, Þorgerður Gunnarsdóttir menntamálaráðherra 2007-2008, eftir að reynast skákhreyfingunni haukur í horni.

Heiðursfélagar
Skáksambands Íslands

Pétur Zóphóníasson 1933
Ari Guðmundsson 1965
Jón Sigurðsson 1965
Baldur Möller 1965
Guðmundur Arnlaugsson 1975
Friðrik Ólafsson 1975
Guðmundur Ágústsson 1979
Ásmundur Ásgeirsson 1981
Guðmundur Arason 1982
Ásgeir Þór Ásgeirsson 1982
Albert Sigurðsson 1986
John W. Collins 1986
Jóhann Þórir Jónsson 1993
Þráinn Guðmundsson 1998
Guðmundur G. Þórarinsson 1999
Einar S. Einarsson 2000
Ólafur H. Ólafsson 2001
Ólafur Ásgrímsson 2006
Gylfi Þórhallsson 2011
Birgir Sigurðsson 2013
Ásdís Bragadóttir 2020

 

Heiðursmerki
Skáksambands Íslands

Gullmerki:Gunnar Eyjólfsson 2001
Birna Norðdahl 2002
Guðbjartur Guðmundsson 2002Silfurmerki:

Bjarni Felixson 2001
Jón Björnsson 2001
Tómas Rasmus 2001
Garðar Guðmundsson 2002