Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga

Uppfærð 5. september 2024 – 10. grein uppfærð (rafræn skil)

Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga

  1. grein. Almennt

Stjórn Skáksambands Íslands (SÍ) gengst árlega fyrir Íslandsmóti skákfélaga. Mótið er sveitakeppni milli skákfélaga í landinu. Stjórn SÍ skal ákveða keppnisdaga, keppnisfyrirkomulag og þátttökugjöld fyrir 1. september ár hvert og kynnir fyrir aðildarfélögum.

Tímamörk skáka skulu ekki vera skemmri en kappskákartímamörk Alþjóða skáksambandsins (FIDE).

Öllum taflfélögum sem eiga sveitir í úrvalsdeild ber að útvega einn skákstjóra, sé þess óskað.

  1. grein. Keppnisréttur sveita og tilkynning um þátttöku

Öll taflfélög og svæðasambönd innan SÍ sem eru skuldlaus við sambandið eiga keppnisrétt á mótinu.

Félögum er heimilt að senda fleiri en eina sveit til þátttöku. Þá er félögum og svæðasamböndum heimilt að sameinast um sveitir.

Tilkynning um þátttöku sveita á mótinu skal berast stjórn SÍ í síðasta lagi 20 dögum fyrir upphaf mótsins. Stjórn SÍ getur þó ákveðið að skráningarfrestur renni út síðar vegna mótsins í heild eða einstakra deilda. Stjórnin skal upplýsa aðildarfélög tímanlega um skráningarfresti.

  1. grein. Skipting í deildir og fjöldi borða

Keppninni skal skipt í fimm deildir, þ.e. úrvalsdeild og 1.‒4. deild. Sex sveitir skulu vera í úrvalsdeild en átta sveitir í 1.‒3. deild. Stjórn SÍ hefur þó rétt til að fjölga sveitum í 3. deild þyki henni ástæða til. Fjöldi sveita í 4. deild er ótakmarkaður nema stjórn SÍ telji af sérstökum ástæðum þörf á að takmarka fjölda þeirra. Teflt skal á átta borðum í úrvalsdeild en á sex borðum í öðrum deildum. Tefld er tvöföld umferð í úrvaldsdeild en einföld umferð í öðrum deildum. Stjórn SÍ getur ákveðið annað keppnisfyrirkomulag í 3. og 4. deild ef það þykir henta betur miðað við fjölda þátttökusveita.

Ef stendur á stöku í deild skal sveit sem situr hjá í umferð fá fjölda vinninga sem nemur helmingi fjölda borða sem teflt er á.

  1. grein. Liðsstig og röðun sveita. Íslandsmeistari skákfélaga

Tvö liðsstig fást fyrir sigur í viðureign sveita og eitt fyrir jafntefli. Samanlagður fjöldi liðsstiga skal ráða úrslitum um endanlega röð sveita í öllum deildum. Verði liðsstig jöfn skal samanlagður fjöldi vinninga ráða.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafnmarga vinninga í deildum þar sem allar sveitir tefla við allar hinar skal eftirfarandi ráða við röðun sveita í sæti:

  1. a) Úrslit í innbyrðis viðureignum.
  2. b) Sonneborn-Berger-stigaútreikningur.
  3. c) Hlutkesti, nema að um sé að ræða Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Þá skal teflt til úrslita í hraðskák (3+2), strax að lokinni síðustu umferð, þar til hrein úrslit fást.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafnmarga vinninga í deildum þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu skal eftirfarandi ráða við röðun sveita í sæti:

  1. a) Úrslit í innbyrðis viðureignum.
  2. b) Buchols-stigaútreikningur þar sem úrslit gegn neðsta andstæðingi eru dregin frá.
  3. c) Buchols-stigaútreikningur þar sem engin úrslit eru dregin frá.
  4. d) Sonneborn-Berger-stigaútreikningur.
  5. e) Hlutkesti.

Efsta sveit í úrvalsdeild er sigurvegari keppninnar. Félagið sem stendur að þeirri sveit hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari skákfélaga.

  1. grein. Færsla sveita milli deilda

Efsta sveit 1. deildar og tvær efstu sveitir 2.‒4. deildar færast upp um deild í lok keppnistímabils en neðsta sveit úrvalsdeildar og tvær neðstu sveitir 1.‒3. deildar færast niður.

Félag sem stendur að sveit sem hefur áunnið sér rétt til að fara upp í efri deild getur þó afþakkað það. Jafnframt getur sveit óskað eftir því að vera færð niður um deild þó að hún hafi unnið sér inn rétt til áframhaldandi veru í þeirri deild sem hún á sæti.

Afþakki félag sæti í deild bjóða öðrum sveitum sætið í þessari röð:

  1. a) Sú sveit sem varð efst í næstu deild fyrir neðan án þess að vinna sér sæti í efri deild.
  2. b) Efsta sveit af þeim sem féll úr viðkomandi deild.
  3. c) Næstefsta sveit í næstu deild fyrir neðan af þeim sem ekki vann sér sæti í efri deild.
  4. d) Næstefsta sveit af þeim sem féll úr viðkomandi deild (þ.e. ef hún féll úr annarri deild en úrvalsdeild).
  5. e) Þriðja efsta sveit í næstu deild fyrir neðan af þeim sem ekki vann sér sæti í efri deild og svo koll af kolli.
  1. grein. Keppendaskrá SÍ, keppnisréttur einstaklinga og félagaskipti

SÍ heldur keppendaskrá, sem einnig er nefnd félagagrunnur skákmanna, vegna Íslandsmóts skákfélaga. Tilgangur keppendaskrárinnar er að gera umsýslu með keppendalistum fyrir Íslandsmót skákfélaga auðveldari, upplýstari og öruggari.

Allir keppendur sem hafa auðkennisnúmer frá Alþjóða skáksambandinu (FIDE-ID) skulu skráðir með því auðkenni í keppendaskrána. Að auki skulu kennitölur íslenskra keppenda skráðar þar.

Skrifstofa SÍ ber ábyrgð á keppendaskránni, réttmæti skráninga og uppfærslu hennar. Skráin er vistuð hjá sambandinu og er aðgengileg fyrir öll skákfélög sem taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga. Skrána má finna á vefslóðinni: http://skakmenn.skak.is/

Keppendur skulu vera skráðir í keppendaskrá SÍ sem félagsmenn þeirra taflfélaga sem þeir tefla fyrir. Aðeins þeir sem eru í keppendaskrá SÍ teljast löglegir með viðkomandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga. Þó eru þeir skákmenn sem eru án alþjóðlegra kappskákstiga og ekki skráðir í taflfélag undanþegnir því að þurfa að vera í keppendaskránni.

Skipti skákmaður um félag, nýskráist í það eða hættir í því skal hann tilkynna SÍ það á þar til gerðu eyðublaði sem skal vera aðgengilegt á vefsíðu sambandsins. SÍ skal senda staðfestingu til baka og upplýsa bæði gamla og nýja félag hans um félagaskiptin með sannanlegum hætti.

Vilji skákmaður skipta um félag og tefla fyrir hönd hins nýja félags í Íslandsmóti skákfélaga skal hann senda tilkynningu um það til stjórnar SÍ að lágmarki 20 dögum fyrir upphaf mótsins. Ella getur hann ekki teflt fyrir sitt nýja félag þar.

Athugasemdir vegna keppendaskrárinnar skulu hafa borist stjórn SÍ viku fyrir mót og stjórnin úrskurða um þær í síðasta lagi fimm dögum fyrir upphaf Íslandsmóts skákfélaga.

Ef mótinu er skipt í fleiri en einn hluta er skákmönnum með lögheimili á Íslandi og Íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir erlendis heimilt að ganga í taflfélag þar á milli og tefla fyrir hönd þess á síðari stigum mótsins, að því gefnu að þeir hafi ekki teflt fyrir annað taflfélag á fyrri stigum þess. Til að skákmenn teljist löglegir með hinu nýja félagi skulu slíkar breytingar vera tilkynntar 20 dögum fyrir upphaf þess hluta mótsins sem næstur er.

Í hverri viðureign má að hámarki helmingur liðsmanna hverrar sveitar vera erlendir ríkisborgarar. Erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi síðustu tólf mánuði fyrir keppni skulu þó njóta sama réttar og íslenskir ríkisborgarar að þessu leyti.

  1. grein. Styrkleikaröðun keppenda og sveita

Raða skal keppendum í sveitir og borð eftir styrkleika. Fyrir upphaf 1. umferðar Íslandsmóts skákfélaga skulu þau félög og svæðasambönd sem þar taka þátt skila inn styrkleikaröðuðum lista yfir alla þá keppendur sem þau hyggjast senda til keppni. Ekki er leyfilegt að breyta þeirri röð eftir að keppni hefst.

Styrkleikaröðuðum lista skal skila til SÍ á netfangið skaksamband@skaksamband.is fyrir upphaf 1.umferðar. Auðkenna skal röð keppenda með númeri í sér dálki og raða skjalinu samkvæmt því.

Við uppstillingu í sveit skal keppendum raðað í styrkleikaröð, þannig að sterkasti skákmaðurinn teflir á fyrsta borði, sá næststerkasti á öðru borði o.s.frv.

Keppandi getur flust upp eða niður um borð milli umferða, og eftir atvikum um sveit ef félagið eða svæðasambandið sendir fleiri en eina sveit til keppni, en heildarröð keppenda skal haldast óbreytt.

Ef félag teflir fram fleiri en einni sveit í keppninni skulu þær auðkenndar með A, B, C o.s.frv. Sveit A skal vera sterkasta sveit félagsins, sveit B sú næststerkasta o.s.frv. Efsta borð í neðri sveit skal vera skipað keppanda sem hefur svipaðan eða minni styrkleika en neðsta borð í efri sveit.

  1. grein. Ungmenna-, öldunga- og kvennasveitir

Hverju félagi er heimilt að hafa ungmenna-, öldunga- og kvennasveitir sem ekki þurfa að uppfylla skilyrði 7. gr. Skákmönnum þessara sveita er heimilt að tefla með öðrum sveitum, sem ekki eru ungmenna-, öldunga- eða kvennasveitir, hvenær sem er í keppninni en geta að því loknu ekki teflt aftur með ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit. Hafi félag fleiri en eina ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit skal raða þeim í styrkleikaröð og er þá heimilt að flytja skákmenn á milli þessara sveita á sama hátt og um almennar sveitir væri að ræða.

Auðkenna skal og skrá þessar sveitir sérstaklega, t.d. „[félag]-öldungasveit-A“ og skal sú merking ásamt eiginleikum halda sér á milli ára. Öldungar teljast skákmenn 60 ára og eldri og ungmenni 20 ára og yngri. Ákveði félag að hætta með ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit þá breytist hún í venjulega sveit. Ekki er hægt að breyta venjulegri sveit í ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit.

  1. grein. Úrlausn ágreiningsmála um lögmæti keppenda o.fl.

Stjórn SÍ skal árlega skipa sérstaka mótsstjórn sem sker úr um lögmæti keppenda ef beiðni um athugun á því berst henni eða kæra þar að lútandi. Slík beiðni eða kæra skal berast mótsstjórn, eða skákstjórum fyrir hennar hönd, innan 48 klukkustunda eftir lok þeirrar umferðar sem viðkomandi keppandi tefldi í. Mótsstjórn skal kynna framkomna kæru eða beiðni því félagi sem tefldi fram keppandanum og gefa félaginu stuttan frest til að koma fram andmælum. Úrskurður skal liggja fyrir innan 48 tíma frá því beiðni eða kæra barst.

Úrskurðir mótsstjórnar skulu rökstuddir og afrit þeirra afhent báðum málsaðilum innan klukkustundar eftir að þeir eru kveðnir upp. Ef keppandi er úrskurðaður ólöglegur skal viðkomandi viðureign tapast 2-6 hið minnsta þegar um er að ræða 8 manna lið en 1,5-4,5 þegar um er að ræða 6 manna lið. Tapist viðureignin enn stærra standa þau úrslit og skal skák ólöglegs keppenda ávallt teljast töpuð. Úrskurði mótsstjórnar má skjóta til dómstóls SÍ og skulu slík erindi hafa verið send dómstólnum innan þriggja sólarhringa frá því að úrskurður mótsstjórnar féll. Dómur dómstóls SÍ skal liggja fyrir eigi síðar en fimm sólarhringum eftir að erindið berst honum.

Skákstjóri úrskurðar um önnur vafaatriði en þau sem hér voru tilgreind.

  1. grein. Liðsstjóri og tilkynning um skipan sveitar í umferð

Sérhver sveit sem send er til keppni skal hafa á að skipa liðsstjóra. Fyrir hverja umferð skal liðsstjóri tilkynna skákstjóra með rafrænum eða skriflegum hætti um skipan sveitarinnar í umferðinni. Í úrvalsdeild skal það gert að lágmarki klukkustund fyrir hverja umferð. Mótstjórn er heimilt að setja klukkustundar fyrirvara einnig í öðrum deildum sé það tilkynnt fyrir lok skráningarfrests. Heimilt er að ákveða að tilkynningarnar skuli gerðar á þar til gerðu eyðublaði. Sveitum er óheimilt að hefja viðureign nema umræddri tilkynningu hafi verið skilað með viðeigandi hætti.

Skili sveitir ekki inn eyðublaði með að lágmarki klukkustundar fyrirvara í þeim deildum þar sem rafræn skil eru gildir sjálfkrafa liðsskipan umferðarinnar á undan. Ef vantar liðsskipan í fyrstu umferð skulu sjálfkrafa efstu menn á styrkleikaraðaða listans tefla.

Ekki er hægt að breyta liðsskipan liðanna eftir einstaklingspörun hefur verið birt rafrænt.

Liðsstjóra sveitar sem hefur svart á 1. borði ber að gefa skákstjóra skýrslu um úrslit viðureignarinnar strax að henni lokinni.

  1. grein. Afleiðingar forfalla liða

Komi helmingur keppenda sveitar eða meira ekki til keppni í umferð án ásættanlegra orsaka að mati skákstjóra tapar sveitin skákum á öllum borðum. Komi slíkt fyrir tvisvar skal sveitin dæmd úr keppninni.

  1. grein. Frestun viðureignar

Mótsstjórn er heimilt að fresta viðureign ef um samgönguerfiðleika innanlands er að ræða. Sé viðureign frestað skal ákveða nýjan keppnisdag innan hálfs mánaðar. Umferð skal lokið innan 30 daga frá töfludegi.

  1. grein. Ákvörðun um að draga sveit úr keppni

Dragi félag eða svæðasamband sveit úr keppni skal það ávallt vera neðsta sveit viðkomandi félags eða svæðasambands.

  1. grein. Áhrif sameiningar félaga

Við sameiningu tveggja eða fleiri félaga skal hið sameinaða félag halda deildarsætum viðkomandi félaga eins og þau voru réttilega áunnin fyrir sameininguna. Sameining skákfélaga þarf að fara fram a.m.k. 30 dögum fyrir upphafsumferð Íslandsmóts skákfélaga til að teljast gild á viðkomandi móti.

  1. grein. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með stoð í i-lið 12. gr. skáklaga SÍ.

Reglugerðin gildir í fyrsta sinn um Íslandsmót skákfélaga 2021‒2022. Með gildistöku hennar er eldri reglugerð um mótið fallin úr gildi.

———————

Eldri reglugerð – fallin úr gildi

Uppfærð 28. september 2021.

Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga

1. grein. Almennt

Stjórn Skáksambands Íslands (SÍ) gengst árlega fyrir Íslandsmóti skákfélaga. Mótið er sveitakeppni milli skákfélaga í landinu. Stjórn SÍ skal ákveða keppnisdaga, keppnisfyrirkomulag og þátttökugjöld fyrir 1. september ár hvert og kynnir fyrir aðildarfélögum.

Tímamörk skáka skulu ekki vera skemmri en kappskákartímamörk Alþjóða skáksambandsins (FIDE).

Öllum taflfélögum sem eiga sveitir í úrvalsdeild ber að útvega einn skákstjóra, sé þess óskað.

2. grein. Keppnisréttur sveita og tilkynning um þátttöku

Öll taflfélög og svæðasambönd innan SÍ sem eru skuldlaus við sambandið eiga keppnisrétt á mótinu.

Félögum er heimilt að senda fleiri en eina sveit til þátttöku. Þá er félögum og svæðasamböndum heimilt að sameinast um sveitir.

Tilkynning um þátttöku sveita á mótinu skal berast stjórn SÍ í síðasta lagi 20 dögum fyrir upphaf mótsins. Stjórn SÍ getur þó ákveðið að skráningarfrestur renni út síðar vegna mótsins í heild eða einstakra deilda. Stjórnin skal upplýsa aðildarfélög tímanlega um skráningarfresti.

3. grein. Skipting í deildir og fjöldi borða

Keppninni skal skipt í fimm deildir, þ.e. úrvalsdeild og 1.‒4. deild. Sex sveitir skulu vera í úrvalsdeild en átta sveitir í 1.‒3. deild. Stjórn SÍ hefur þó rétt til að fjölga sveitum í 3. deild þyki henni ástæða til. Fjöldi sveita í 4. deild er ótakmarkaður nema stjórn SÍ telji af sérstökum ástæðum þörf á að takmarka fjölda þeirra. Teflt skal á átta borðum í úrvalsdeild en á sex borðum í öðrum deildum. Tefld er tvöföld umferð í úrvaldsdeild en einföld umferð í öðrum deildum. Stjórn SÍ getur ákveðið annað keppnisfyrirkomulag í 3. og 4. deild ef það þykir henta betur miðað við fjölda þátttökusveita.

Ef stendur á stöku í deild skal sveit sem situr hjá í umferð fá fjölda vinninga sem nemur helmingi fjölda borða sem teflt er á.

4. grein. Liðsstig og röðun sveita. Íslandsmeistari skákfélaga

Tvö liðsstig fást fyrir sigur í viðureign sveita og eitt fyrir jafntefli. Samanlagður fjöldi liðsstiga skal ráða úrslitum um endanlega röð sveita í öllum deildum. Verði liðsstig jöfn skal samanlagður fjöldi vinninga ráða.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafnmarga vinninga í deildum þar sem allar sveitir tefla við allar hinar skal eftirfarandi ráða við röðun sveita í sæti:

a) Úrslit í innbyrðis viðureignum.

b) Sonneborn-Berger-stigaútreikningur.

c) Hlutkesti, nema að um sé að ræða Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Þá skal teflt til úrslita í hraðskák (3+2), strax að lokinni síðustu umferð, þar til hrein úrslit fást.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafnmarga vinninga í deildum þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu skal eftirfarandi ráða við röðun sveita í sæti:

a) Úrslit í innbyrðis viðureignum.

b) Buchols-stigaútreikningur þar sem úrslit gegn neðsta andstæðingi eru dregin frá.

c) Buchols-stigaútreikningur þar sem engin úrslit eru dregin frá.

d) Sonneborn-Berger-stigaútreikningur.

e) Hlutkesti.

Efsta sveit í úrvalsdeild er sigurvegari keppninnar. Félagið sem stendur að þeirri sveit hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari skákfélaga.

5. grein. Færsla sveita milli deilda

Efsta sveit 1. deildar og tvær efstu sveitir 2.‒4. deildar færast upp um deild í lok keppnistímabils en neðsta sveit úrvalsdeildar og tvær neðstu sveitir 1.‒3. deildar færast niður.

Félag sem stendur að sveit sem hefur áunnið sér rétt til að fara upp í efri deild getur þó afþakkað það. Jafnframt getur sveit óskað eftir því að vera færð niður um deild þó að hún hafi unnið sér inn rétt til áframhaldandi veru í þeirri deild sem hún á sæti.

Afþakki félag sæti í deild bjóða öðrum sveitum sætið í þessari röð:

a) Sú sveit sem varð efst í næstu deild fyrir neðan án þess að vinna sér sæti í efri deild.

b) Efsta sveit af þeim sem féll úr viðkomandi deild.

c) Næstefsta sveit í næstu deild fyrir neðan af þeim sem ekki vann sér sæti í efri deild.

d) Næstefsta sveit af þeim sem féll úr viðkomandi deild (þ.e. ef hún féll úr annarri deild en úrvalsdeild).

e) Þriðja efsta sveit í næstu deild fyrir neðan af þeim sem ekki vann sér sæti í efri deild og svo koll af kolli.

6. grein. Keppendaskrá SÍ, keppnisréttur einstaklinga og félagaskipti

SÍ heldur keppendaskrá, sem einnig er nefnd félagagrunnur skákmanna, vegna Íslandsmóts skákfélaga. Tilgangur keppendaskrárinnar er að gera umsýslu með keppendalistum fyrir Íslandsmót skákfélaga auðveldari, upplýstari og öruggari.

Allir keppendur sem hafa auðkennisnúmer frá Alþjóða skáksambandinu (FIDE-ID) skulu skráðir með því auðkenni í keppendaskrána. Að auki skulu kennitölur íslenskra keppenda skráðar þar.

Skrifstofa SÍ ber ábyrgð á keppendaskránni, réttmæti skráninga og uppfærslu hennar. Skráin er vistuð hjá sambandinu og er aðgengileg fyrir öll skákfélög sem taka þátt í Íslandsmóti skákfélaga. Skrána má finna á vefslóðinni: http://skakmenn.skak.is/

Keppendur skulu vera skráðir í keppendaskrá SÍ sem félagsmenn þeirra taflfélaga sem þeir tefla fyrir. Aðeins þeir sem eru í keppendaskrá SÍ teljast löglegir með viðkomandi félagi í Íslandsmóti skákfélaga. Þó eru þeir skákmenn sem eru án alþjóðlegra kappskákstiga og ekki skráðir í taflfélag undanþegnir því að þurfa að vera í keppendaskránni.

Skipti skákmaður um félag, nýskráist í það eða hættir í því skal hann tilkynna SÍ það á þar til gerðu eyðublaði sem skal vera aðgengilegt á vefsíðu sambandsins. SÍ skal senda staðfestingu til baka og upplýsa bæði gamla og nýja félag hans um félagaskiptin með sannanlegum hætti. Sérstakt eyðublað á ensku, þar sem félagaskiptareglur SÍ eru útskýrðar, er notað fyrir erlenda skákmenn.

Vilji skákmaður skipta um félag og tefla fyrir hönd hins nýja félags í Íslandsmóti skákfélaga skal hann senda tilkynningu um það til stjórnar SÍ að lágmarki 20 dögum fyrir upphaf mótsins. Ella getur hann ekki teflt fyrir sitt nýja félag þar.

Athugasemdir vegna keppendaskrárinnar skulu hafa borist stjórn SÍ viku fyrir mót og stjórnin úrskurða um þær í síðasta lagi fimm dögum fyrir upphaf Íslandsmóts skákfélaga.

Ef mótinu er skipt í fleiri en einn hluta er skákmönnum með lögheimili á Íslandi og Íslenskum ríkisborgurum sem eru búsettir erlendis heimilt að ganga í taflfélag þar á milli og tefla fyrir hönd þess á síðari stigum mótsins, að því gefnu að þeir hafi ekki teflt fyrir annað taflfélag á fyrri stigum þess. Til að skákmenn teljist löglegir með hinu nýja félagi skulu slíkar breytingar vera tilkynntar 20 dögum fyrir upphaf þess hluta mótsins sem næstur er.

Í hverri viðureign má að hámarki helmingur liðsmanna hverrar sveitar vera erlendir ríkisborgarar. Erlendir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili á Íslandi síðustu tólf mánuði fyrir keppni skulu þó njóta sama réttar og íslenskir ríkisborgarar að þessu leyti.

7. grein. Styrkleikaröðun keppenda og sveita

Raða skal keppendum í sveitir og borð eftir styrkleika. Fyrir upphaf 1. umferðar Íslandsmóts skákfélaga skulu þau félög og svæðasambönd sem þar taka þátt skila inn styrkleikaröðuðum lista yfir alla þá keppendur sem þau hyggjast senda til keppni. Ekki er leyfilegt að breyta þeirri röð eftir að keppni hefst.

Styrkleikaröðuðum lista skal skila til SÍ á netfangið skaksamband@skaksamband.is fyrir upphaf 1.umferðar. Auðkenna skal röð keppenda með númeri í sér dálki og raða skjalinu samkvæmt því.

Við uppstillingu í sveit skal keppendum raðað í styrkleikaröð, þannig að sterkasti skákmaðurinn teflir á fyrsta borði, sá næststerkasti á öðru borði o.s.frv.

Keppandi getur flust upp eða niður um borð milli umferða, og eftir atvikum um sveit ef félagið eða svæðasambandið sendir fleiri en eina sveit til keppni, en heildarröð keppenda skal haldast óbreytt.

Ef félag teflir fram fleiri en einni sveit í keppninni skulu þær auðkenndar með A, B, C o.s.frv. Sveit A skal vera sterkasta sveit félagsins, sveit B sú næststerkasta o.s.frv. Efsta borð í neðri sveit skal vera skipað keppanda sem hefur svipaðan eða minni styrkleika en neðsta borð í efri sveit.

8. grein. Ungmenna-, öldunga- og kvennasveitir

Hverju félagi er heimilt að hafa ungmenna-, öldunga- og kvennasveitir sem ekki þurfa að uppfylla skilyrði 7. gr. Skákmönnum þessara sveita er heimilt að tefla með öðrum sveitum, sem ekki eru ungmenna-, öldunga- eða kvennasveitir, hvenær sem er í keppninni en geta að því loknu ekki teflt aftur með ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit. Hafi félag fleiri en eina ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit skal raða þeim í styrkleikaröð og er þá heimilt að flytja skákmenn á milli þessara sveita á sama hátt og um almennar sveitir væri að ræða.

Auðkenna skal og skrá þessar sveitir sérstaklega, t.d. „[félag]-öldungasveit-A“ og skal sú merking ásamt eiginleikum halda sér á milli ára. Öldungar teljast skákmenn 60 ára og eldri og ungmenni 20 ára og yngri. Ákveði félag að hætta með ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit þá breytist hún í venjulega sveit. Ekki er hægt að breyta venjulegri sveit í ungmenna-, öldunga- eða kvennasveit.

9. grein. Úrlausn ágreiningsmála um lögmæti keppenda o.fl.

Stjórn SÍ skal árlega skipa sérstaka mótsstjórn sem sker úr um lögmæti keppenda ef beiðni um athugun á því berst henni eða kæra þar að lútandi. Slík beiðni eða kæra skal berast mótsstjórn, eða skákstjórum fyrir hennar hönd, innan 48 klukkustunda eftir lok þeirrar umferðar sem viðkomandi keppandi tefldi í. Mótsstjórn skal kynna framkomna kæru eða beiðni því félagi sem tefldi fram keppandanum og gefa félaginu stuttan frest til að koma fram andmælum. Úrskurður skal liggja fyrir innan 48 tíma frá því beiðni eða kæra barst.

Úrskurðir mótsstjórnar skulu rökstuddir og afrit þeirra afhent báðum málsaðilum innan klukkustundar eftir að þeir eru kveðnir upp. Ef keppandi er úrskurðaður ólöglegur skal viðkomandi viðureign tapast 2-6 hið minnsta þegar um er að ræða 8 manna lið en 1,5-4,5 þegar um er að ræða 6 manna lið. Tapist viðureignin enn stærra standa þau úrslit og skal skák ólöglegs keppenda ávallt teljast töpuð. Úrskurði mótsstjórnar má skjóta til dómstóls SÍ og skulu slík erindi hafa verið send dómstólnum innan þriggja sólarhringa frá því að úrskurður mótsstjórnar féll. Dómur dómstóls SÍ skal liggja fyrir eigi síðar en fimm sólarhringum eftir að erindið berst honum.

Skákstjóri úrskurðar um önnur vafaatriði en þau sem hér voru tilgreind.

10. grein. Liðsstjóri og tilkynning um skipan sveitar í umferð

Sérhver sveit sem send er til keppni skal hafa á að skipa liðsstjóra. Fyrir hverja umferð skal liðsstjóri tilkynna skákstjóra með skriflegum hætti um skipan sveitarinnar í umferðinni. Í úrvalsdeild skal það gert að lágmarki klukkustund fyrir hverja umferð. Heimilt er að ákveða að tilkynningarnar skuli gerðar á þar til gerðu eyðublaði. Sveitum er óheimilt að hefja viðureign nema umræddri tilkynningu hafi verið skilað með viðeigandi hætti.

Liðsstjóra sveitar sem hefur svart á 1. borði ber að gefa skákstjóra skýrslu um úrslit viðureignarinnar strax að henni lokinni.

11. grein. Afleiðingar forfalla liða

Komi helmingur keppenda sveitar eða meira ekki til keppni í umferð án ásættanlegra orsaka að mati skákstjóra tapar sveitin skákum á öllum borðum. Komi slíkt fyrir tvisvar skal sveitin dæmd úr keppninni.

12. grein. Frestun viðureignar

Mótsstjórn er heimilt að fresta viðureign ef um samgönguerfiðleika innanlands er að ræða. Sé viðureign frestað skal ákveða nýjan keppnisdag innan hálfs mánaðar. Umferð skal lokið innan 30 daga frá töfludegi.

13. grein. Ákvörðun um að draga sveit úr keppni

Dragi félag eða svæðasamband sveit úr keppni skal það ávallt vera neðsta sveit viðkomandi félags eða svæðasambands.

14. grein. Áhrif sameiningar félaga

Við sameiningu tveggja eða fleiri félaga skal hið sameinaða félag halda deildarsætum viðkomandi félaga eins og þau voru réttilega áunnin fyrir sameininguna. Sameining skákfélaga þarf að fara fram a.m.k. 30 dögum fyrir upphafsumferð Íslandsmóts skákfélaga til að teljast gild á viðkomandi móti.

15. grein. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi er sett með stoð í i-lið 12. gr. skáklaga SÍ.

Reglugerðin gildir í fyrsta sinn um Íslandsmót skákfélaga 2021‒2022. Með gildistöku hennar er eldri reglugerð um mótið fallin úr gildi.

Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga (PDF-breytingar gulmerktar) 

—————–

Hér að neðan má finna eldri eldri reglugerð sem féll úr gildi með gildistöku nýrrar reglugerðar á stjórnarfundi SÍ, 28. september 2021.

Uppfærð 4. september 2015.

Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga

1. gr.

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga skal tefldur á tímabilinu september til desember. Síðari hluti mótsins skal fara fram eftir áramótin og vera lokið fyrir apríllok.

2. gr.

Framkvæmdanefnd mótsins, sem skipuð er af stjórn Skáksambands Íslands, ákveður töfluröð og skipar skákstjóra og umsjónarmenn.
Öllum taflfélögum, sem eiga sveitir í 1. deild, ber að útvega einn skákstjóra.

3. gr.

Tefla skal einfalda umferð í 1. og 2. deild, en stjórn SÍ skal ákveða fyrirkomu­lag í 3. og 4. deild, miðað við fjölda þátttökusveita.

Ef stendur á stöku í deild skal sveit sem situr hjá í umferð fá 4 vinninga í yfirsetunni.

Stjórn SÍ ákveður tímamörk skáka, en þau skulu ekki vera skemmri en kappskákartímamörk FIDE.

4. gr.

Liðsstjórum sveita sem svart hafa á 1. borði er skylt að gefa skákstjóra skýrslu um úrslit viðureignarinnar, strax að henni lokinni.

5. gr.

Hver sveit í 1. deild skal skipuð 8 keppendum, en í öðrum deildum skulu sveitir skipaðar 6 keppendum.

Fyrir upphaf hverrar umferðar skulu liðsstjórar tilkynna liðsskipan sinna sveita til skákstjóra, á þar til gerðu eyðublaði. Skáksveitum er óheimilt að hefja viðureign nema umræddri tilkynningu hafi verið skilað inn með fullnægjandi hætti.

6. gr.

Við uppstillingu í sveit skal keppendum raðað í styrkleikaröð, þannig að sterkasti skákmaðurinn teflir á fyrsta borði, sá næststerkasti á öðru borði o.s.frv.

Styrkleikaröðuðum lista skal skila til SÍ á póstfangið keppendaskra@skaksamband.is fyrir upphaf 1.umferðar. Auðkenna skal röð keppenda með númeri í sér dálki og raða skjalinu samkvæmt því.

Ef félag teflir fram fleiri en einni sveit í keppninni skulu þau auðkennd með A, B, C o.s.frv. Sveit A skal vera sterkasta sveit félagsins, sveit B sú næststerkasta o.s.frv. Efsta borð í neðri sveit skal vera skipað aðila sem hefur svipaðan eða minni styrkleika en neðsta borð í efri sveit.

Hverju félagi er heimilt að hafa unglinga-öldunga-og kvennasveitir sem ekki þurfa að uppfylla framangreind skilyrði. Skákmönnum þessara sveita er heimilt að tefla með öðrum sveitum, sem ekki eru unglinga-öldunga-eða kvennasveitir, hvenær sem er í keppninni en geta að því loknu ekki teflt aftur með unglinga-öldunga-eða kvennasveit. Hafi félög fleiri en eina unglinga-öldunga-eða kvennasveit skal raða þeim í styrkleikaröð og er félögunum heimilt að flytja skákmenn á milli þessara sveita á sama hátt og um almennar sveitir væri að ræða.

Auðkenna skal og skrá þessar sveitir sérstaklega t.d. <félag>-öldungasveit-A og skal sú merking ásamt eiginleikum halda sér á milli ára. Öldungar teljast skákmenn 60 ára og eldri og unglingar 20 ára og yngri. Ákveði félag að hætta með unglinga-/öldunga-/kvennasveit þá breytist hún í venjulega sveit. Ekki er hægt að breyta venjulegri sveit í unglinga-/öldunga-/kvennasveit.

Brjóti félag gegn ákvæðum þessarar greinar við röðun í sveitir teljast þeir keppendur sem rangt er raðað ólöglegir og skal meðferð málsins þá vera skv. 20. gr. skáklaga.

7. gr.

Framkvæmdanefnd er heimilt að fresta viðureign ef um samgönguerfiðleika innanlands er að ræða. Sé viðureign frestað skal ákveða nýjan keppnisdag innan hálfs mánaðar. Umferð skal lokið innan 30 daga frá töfludegi.

8. gr.

Dragi lið sveit úr keppni skal það ávallt vera neðsta sveit viðkomandi liðs. dæmi: lið með A, B og C sveit, sem hyggst draga eina sveit úr keppni, getur einungis dregið C-sveit sína úr keppni.

Við sameiningu tveggja eða fleiri félaga skal þó hið sameinaða félag halda deildarsætum viðkomandi félaga eins og þau voru réttilega áunnin fyrir sameininguna. Sameining skákfélaga þarf að fara fram a.m.k. 30 dögum fyrir upphafsumferð Íslandsmóts skákfélaga til að teljast gild á viðkomandi móti.

9. gr.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafnmarga vinninga í deildum þar sem allir tefla við alla skulu úrslit útkljáð á eftirfarandi máta:

a) a) Liðsstig (Match points).

b) b) Innbyrðisúrslit.

c) c) Sonneborn-Berger.

d) d) Borðastig í innbyrðisviðureign(um). Átta stig fyrir sigur á fyrsta borði, sjö stig fyrir sigur á 2. borði o.sfrv.

e) e) Hlutkesti – nema að um sé að ræða Íslandsmeistaratitilinn sjálfan. Þá skal teflt til úrslita í hraðskák (3+2) þar til hrein úrslit fást.

Fái tvær eða fleiri sveitir jafn mörg liðsstig í deildum þar sem teflt er eftir svissneska kerfinu skulu úrslit útkljáð á eftirfarandi máta:

a a) Vinningar.

b) b) Innbyrðisúrslit.

c) c) Buchols-stigaútreikningur (neðsti dregin frá).

d) d) Buchols (engin dregin frá).

e) e) Sonneborn-Berger.

f) f) Hlutkesti.

10. gr.

Ef flytja þarf fleiri sveitir upp á milli deilda en gert er ráð fyrir skv. 17. gr. skáklaga, eða ef sveit sem á að flytjast upp skv. sömu grein kýs að taka ekki sæti sitt í efri deild skal bjóða öðrum sveitum úr sömu deild að taka sæti þess í efri deild. Öðrum sveitum en þeim sem samkvæmt 17. gr. skáklaga eiga að færast upp er heimilt að hafna slíku boði án skýringa. Sveitum úr neðri deildinni skal boðið að færast upp um deild í eftirfarandi forgangsröð:

1. Sveitin sem lenti í þriðja sæti.
2. Sú sveitanna tveggja sem féll úr efri deildinni sem lenti þar í næstneðsta sæti.
3. Sveitin sem lenti í fjórða sæti deildarinnar.
4. Sú sveitanna tveggja sem féllu úr efri deildinni sem lenti þar í neðsta sæti.
5. Sveitin sem lenti í fimmta sæti deildarinnar og svo koll af kolli.

Almennt gildir sú regla að næsta sveit sem á að fara upp hefur forgang en annars virkar á víxl.

11. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 21. gr. skáklaga SÍ og tekur gildi við útgáfu hennar.