Reglugerð um Íslandsmót barna- og unglingasveita

Reglugerð um Íslandsmót barna- og unglingasveita

1.gr.

Mótið skal heita Íslandsmót barna- og unglingasveita og gengst Skáksamband Íslands fyrir því að mótið verði haldið árlega.

Sambandinu er heimilt að úthluta mótshaldinu til taflfélaga og ganga þá skráningargjöld til mótshaldara.

2. gr.

Þátttökurétt hafa öll taflfélög sem eru fullgild í skáksambandi Íslands eða tilheyra íþrótta og/eða ungmennafélagahreyfingunni ef ekki eru taflfélög á viðkomandi svæði. Félög geta sent sameinaðar sveitir til leiks ef þau ná ekki að manna sveitir með félagsmönnum.

Þó getur sameinuð sveit ekki orðið Íslandsmeistari

3.gr.

Eingöngu fullgildir liðsmenn viðkomandi taflfélaga geta keppt fyrir lið sitt.

4.gr.

Hver sveit er skipuð 4 einstaklingum. Fjöldi varamanna er ekki takmarkaður en þarf að liggja fyrir um leið og mótið hefst. Þá þarf einnig að liggja fyrir borðaröð sveitar. Einnig varamanna. Varamenn koma inn á neðstu borð. T.d. forfallist fyrsta borðs maður, skal annars borðs maður flytjast upp á fyrsta borð og þannig koll af kolli. Varamaður kemur inn á fjórða borð.

Röð allra keppenda skal vera rétt miðað við skráningu. Ekki er hægt að flytjast milli sveita innan félags.

5.gr.

Mótinu skal lokið á einum degi eða í mesta lagi á einni helgi. Keppt skal eftir svissnesku pörunarkerfi a.m.k. 6 umferðir.

A- og B- sveitir frá sama félagi skulu mætast í fyrstu umferð.

Ljúki sveitir keppni jafnar að vinningum ræðst lokaröð þeirra sveita af eftirfarandi forsendum (tiebreaks):

1. stig (matchpoints; 2 stig fyrir sigur, 1 stig fyrir jafntefli, 0 stig fyrir tap),
2. innbyrðis viðureign,
3. vinningafjöldi andstæðinga að frádregni neðstu sveitinni (Buchholz Cut 1),
4. vinningafjöldi andstæðinga (Buchholz),
5. Sonneborn-Berger,
6. hlutkesti.

6.gr.

Þátttakendur í mótinu skulu ekki vera eldri en 15 ára (10 bekkur).

7.gr.

Hver sveit skal hafa liðsstjóra sem ber ábyrgð á að skráning í hverja umferð sé rétt, fylla út úrslit og koma til skákstjóra að hverri viðureign lokinni.

8.gr.

Ef sveit er ekki stillt upp rétt miðað borðaröð sem liggur fyrir, fyrir keppni, tapast skákin þar sem rangt var stillt upp og einnig allar skákir á borðum þar fyrir neðan í viðkomandi viðureign.

9.gr.

Lengd tímamarka skal uppfylla skilyrði alþjóðlega skáksambandsins (Fide) um atskák. Mótið skal reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

10.gr.

Ef upp koma álitamál skal skákstjóri úrskurða á staðnum. Hægt er að áfrýja dómum skákstóra til dómstóls Skáksambands Íslands sem hefur endanlegt úrskurðarvald skv. almennum reglum um dómstólinn.

11.gr.

Þátttökugjöld má innheimta fyrir hverja sveit sem félag sendir til keppni. Allan ferðakostnað greiða sveitirnar sjálfar. Einnig fæðis og gistikostnað.

12.gr.

Reglugerð þessi hlýtur þegar gildi.

Breytingar á reglugerð samþykktar á af stjórn SÍ dags. 12. janúar 2021. Sú breyting fólst í því að breyta nafni keppninnar.