Reglugerð um landsliðsflokk

Reglugerð um landsliðsflokks Íslandsmóts í skák

1. Áætluð dagsetning Landsliðsflokks skal vera aðgengileg eins fljótt og auðið er á mótaáætlun SÍ og skal hún liggja fyrireigi síðar en tveimur mánuðum (þrír mánuðir er æskilegt) fyrir mótið. Þegar dagsetning, keppnisstaður og fjöldi keppenda hefur verið ákveðinn skal senda út boð til þeirra sem eiga þátttökurétt og athugað með þátttöku þeirra. Endanlegur keppendalisti skal liggja fyrir eins fljótt og auðið er.

2. Allar almennar upplýsingar um mótið skal senda til keppenda eins fljótt og auðið er. Má þar nefna:

· Fyrirkomulag mótsins

· Fjölda keppenda

· Keppnisstað

· Dag og tímasetningar umferða

· Umhugsunartíma

· Jafnteflisboð (ef takmarkanir)

· Upplýsingar um hvað gerist séu keppendur jafnir í mikilvægum sætum

· Verðlaun

· Vefsíðu mótsins

· Skyldur keppenda, t.d. gagnvart fjölmiðlum, styrktaraðilum og mótshöldurum

· Þessi reglugerð

3. Við ákvörðun dagsetningar Landsliðsflokks skal hafa í huga að mótið rekist ekki á önnur mikilvæg mót og sé í hæfilegri tímafjarlægð sé þess kostur. Hér er um að ræða viðburði eins og landsliðskeppnir, Reykjavíkurskákmótið, EM einstaklinga og Íslandsmót skákfélaga.

4. Mótshaldarar og keppendur skulu á allan hátt framfylgja lögum FIDE og Skáksambands Íslands meðan á mótinu stendur. Keppendur skulu sína háttvísi við skákborðið og utan þess á meðan mótinu stendur.

5. Mótsstjóri og skákkstjóri skulu tryggja að aðstæður á skákstað séu í sem bestu samræmi við við mótsreglur FIDE (FIDE Tournament rules (http://www.fide.com/fide/handbook.html?id=20&view=category)).