Landsmót í skólaskák ― reglugerð
(gildir fyrir Landsmót 2023 og skal endurskoðuð að hausti)
- grein
Landsmót í skólaskák er skákkeppni nemenda í grunnskólum. Rétt til þátttöku hafa allir nemendur í grunnskólum landsins. -
grein
Í keppninni skal nemendum skipt í þrjá flokka: 1. – 4. bekkur, 5. – 7. bekkur og 8. – 10. bekkur
- grein
Keppnin skiptist í undankeppni og úrslit.
- grein
Undankeppnin á sér stað á nokkrum svæðamótum þar sem teflt er um sæti í úrslitum Landsmótsins. Árið 2023 eru svæðamót haldin fyrir eftirfarandi svæði:
- Reykjavík.
- Kópavog.
- Kragann (Hafnarfjörð, Garðabæ, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ).
- Suðurnes.
- Suðurland.
- Norðurland.
- Ásamt svæðamótunum er haldin ein undankeppni á netinu fyrir grunnskólanemendur sem búa á svæðum (hinum gömlu kjördæmum) sem eru ekki tilgreind að ofan: Norðurland vestra, Vestfirðir, Austfirðir og Vesturland.
- grein
Á fjölmennum svæðum með mikla skákvirkni skal miða við að keppnisrétt í svæðamóti við þá sem teflt hafa með a-sveit síns skóla í sveitakeppnum þess vetrar.
- grein
Í úrslitum eiga eftirfarandi keppnisrétt í hverjum aldursflokki:
- Reykjavík: Þrjú sæti.
- Kópavogur: Tvö sæti.
- Kraginn: Eitt sæti.
- Suðurnes: Eitt sæti.
- Suðurland: Eitt sæti.
- Norðurland: Eitt sæti.
- Undankeppni á netinu fyrir svæði tilgreind að ofan í g-lið fjórðu greinar: Eitt sæti.
- Boðssæti: Tvö sæti.
- grein
Við val á boðssætum skulu eftirfarandi sjónarmið höfð í huga:
- Kynjasjónarmið.
- Landsbyggðarsjónarmið.
- Staðsetning úrslita Landsmóts.
- Stigasjónarmið.
- Úrslit undankeppna.
- grein
Stjórn Skáksambands Íslands skal skipa þriggja manna valnefnd sem kemur með tillögu að úthlutun boðssæta. Valnefndin er óopinber og er tilgangur þess sá að styrkja sjálfstæði hennar gagnvart utanaðkomandi áhrifum. Í henni skulu vera einstaklingar af fleiri en einu kyni og úr þremur taflfélögum, þar af einu af landsbyggðinni og tveimur af höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir valnefndar geta hvorki komið úr aðalstjórn SÍ né varastjórn SÍ. Stjórn SÍ skal fara eftir tillögum valnefndar.
- grein
Í úrslitum tefla tólf keppendur í hverjum flokki, allir við alla, atskák. Úrslitin skulu haldin á tveimur dögum. Stjórn Skáksambandsins er heimilt að fjölga eða fækka keppendum í úrslitum hvers flokks ef tilefni er til, án minnsta fyrirvara, þó þannig að keppendur verði ekki færri en 8 og ekki fleiri en 14 í hverjum flokki. Stjórn SÍ er heimilt að breyta tímamörkum komi til fækkunar eða fjölgunar keppenda.
- grein
Skáksamband Íslands er ábyrgðaraðili mótsins en getur lagt framkvæmd undankeppna og úrslita í hendur annarra aðila, svo sem skákfélaga, skóla eða einstaklinga.
Eldri reglugerð (Ekki lengur í gildir)
Reglugerð um skólaskák
frá 2005
1. grein
Skólaskák er skákkeppni nemenda í grunnskólum. Rétt til þátttöku hafa allir nemendur í grunnskólum landsins.
2. grein
Í keppninni skal nemendum skipt í tvo flokka, yngri og eldri flokk. Í yngri flokki keppa nemendur í 1.- 7. bekk, en í eldri flokki nemendur í 8.- 10. bekk.
3. grein
Keppnin skiptist í:
a) Skólamót, sem í keppa nemendur hvers skóla um titilinn skákmeistari viðkomandi skóla í hvorum flokki samkvæmt 2. grein.
b) Sýslumót/Kaupstaðamót, sem í keppa skákmeistarar skólanna innan hverrar sýslu og í hvorum flokki (samkv. 2. gr.) um titilinn skólaskákmeistari viðkomandi sýslu, og skákmeistarar skólanna í Reykjavík, Kópavogi, Akureyri og Hafnarfirði um titilinn skólaskákmeistari viðkomandi kaupstaðar. Sýslumótsstjórum er heimilt að fjölga keppendum úr hverjum skóla ef aðstæður leyfa.
c) Kjördæmamót, sem í keppa 2 efstu menn hverrar sýslu í viðkomandi kjördæmi og 2 efstu menn kaupstaðanna, Reykjavík, Akureyri, Kópavogur og Hafnarfjörður, hver í sínu kjördæmi um titilinn skólaskákmeistari viðkomandi kjördæmis. Skólaskákmeistarar Vestmannaeyja öðlast rétt til þátttöku í kjördæmamóti.
d) Landsmót, þar sem keppt er í tveimur flokkum, 1.- 7. bekk og 8.- 10. bekk. 12 keppendur eru í hvorum flokki. Þeir ákvarðast þannig að 1 keppandi er úr hverju kjördæmi (alls 8) einn aukamaður úr því kjördæmi er heldur Landsmótið hverju sinni og 3 keppendur sem koma úr sömu kjördæmum og 3 efstu menn á síðasta Landsmóti á undan. Sendi eitthvert kjördæmi ekki þann fjölda þátttakenda sem það hefur rétt á skal Landsmótsstjóri velja keppendur (1 eða fleiri) í staðinn. Þessir keppendur keppa um titilinn Skólaskákmeistari Íslands í hvorum flokki fyrir sig.
4. grein
Skáksamband Íslands hefur yfirumsjón með keppninni en getur falið stjórnum skáksambanda, taflfélaga eða öðrum aðilum að annast framkvæmd mótanna á tilteknum svæðum. Skáksamband Íslands sér um framkvæmd Landsmótsins í samráði við mótshaldara hverju sinni.
5. grein
Keppt skal samkvæmt gildandi skákreglum. Umhugsunartími skal vera ótiltekinn á skóla-og sýslumótum og kaupstaða- og kjördæmamótum. Á Landsmóti skal umhugsunartíminn vera 1 klukkustund á alla skákina. Stjórnendum Landsmóts er heimilt að víkja frá þessum tímamörkum ef aðstæður krefjast þess.
6. grein
Skólamótunum skal lokið eigi síðar en 1. mars, sýslumótum/kaupstaðamótum eigi síðar en 1. apríl og kjördæmamótum eigi síðar en 20. apríl nema annað sé ákveðið af stjórn S.Í. Landsmótið skal haldið sem fyrst eftir að kjördæmamótum er lokið.
7. grein
Komi upp ágreiningsmál varðandi framkvæmd mótanna, skal vísa þeim til stjórnar Skáksambands Íslands, sem hefur endanlegt úrskurðarvald.