Uppfærð 21. nóvember 2019.
Reglugerð um þátttöku Íslands á NM í skólaskák
– opinn flokkur og stúlknaflokkur
1. Keppni í NM í skólaskák fer fram í eftirfarandi flokkum:
A flokkur: 18-20 ára.
B flokkur: 16-17 ára
C flokkur: 14-15 ára
D flokkur: 12-13 ára
E flokkur: 11 ára og yngri
Ísland sendir ávallt tvo keppendur í hverjum flokki og borgar SÍ ferðakostnað þeirra.
2. Í A og B flokk eru valdir tveir stigahæstu skákmennirnir. Forfallist þeir er farið niður stigalistann.
3. Í C og D flokk er valinn stigahæsti einstaklingurinn í hvorum flokki. Seinni keppandi og varamenn í C og D flokki og báðir keppendur í E flokki eru tilnefndir af sérstakri ráðgjafarnefnd, þeirri sömu gerir tillögu að keppendum yngri en 11 ára á HM og EM. Við tilnefninguna er stuðst við skákstig, árangur á síðasta íslandsmóti ungmenna og almennu mati ráðgjafanefndarinnar.SÍ tekur allar lokaákvarðanir. (Grein breytt 21. nóvember 2019)
4. Keppendur í A, B, C og D flokki skulu hafa teflt 25 skákir síðasta árið til að hafa þátttökurétt. Sérstaklega skal tekið tillit til keppenda af landsbyggðinni.
5. Keppendum á NM í skólaskák skal gerð grein fyrir vali SÍ um leið og það liggur fyrir.
Samþykkt á stjórnarfundi SÍ í júní 2011. Uppfært í nóvember 2019.