Útreikningur íslenskra skákstiga
(síðast breytt í desember 2010)
Inngangur
1.desember 2010 var byrjað að reikna íslensk skákstig hjá chess-results.com. Það var Austurríkismaðurinn Heinz Herzog hjá Chess-Results sem skrifaði viðbætur við Swiss-Manager forritið og Chess-Results stigaþjónustuna til þess að unnt væri að reikna íslensku stigin þar.
Slóðin inn á stigaþjónustuna er: http://chess-results.com/isl/
Áður voru íslensku skákstigin reiknuð af Daða Erni Jónssyni 1984-1998, Halldóri Grétari Einarssyni með Skákaranum 1998-2006 og Omari Salama með Skákaranum 2006-2010.
Í grundvallaratriðum er beitt þeim aðferðum sem kenndar eru við stærðfræðinginn Arpad E. Elo.
Almenn atriði
Umsjón útreikninga
Stjórn Skáksambands Íslands skipar sérstaka nefnd, skákstiganefnd, sem hefur umsjón með útreikningi íslensku skákstiganna og sendingu íslenskra skákmóta til útreiknings hjá FIDE. Íslensku skákstigin eru reiknuð hjá chess-results.com. Mótum skal að jafnaði skila rafrænt inn á chess-results.com stigaþjónustuna með aðstoð Swiss-Manager forritsins.
Hver sendir upplýsingar til skákstiganefndar?
Það er hlutverk skákstjórans að senda inn niðurstöður móts ásamt öllum upplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir stigaútreikningana. Skákstiganefnd tekur einnig við upplýsingum frá skákmönnum sjálfum ef þær eru fullnægjandi. Áríðandi er að senda inn allar nauðsynlegar upplýsingar strax að móti loknu.
Kröfur um tímamörk
Öll mót sem tefld eru innanlands þar sem hvor skákmaður hefur að minnsta kosti 60 mínútur til að ljúka skákinni eru tekin til útreiknings. Ef teflt er með viðbótartíma þá eru tímamörkin uppreiknuð miðað við 60 leikja skák.
Upplýsingar sem senda þarf með móti
Eftirtaldar upplýsingar þurfa alltaf að fylgja mótstöflunni:
1. Kennitölur þátttakenda.
2. Upphafs- og lokadagur móts ásamt dagsetningu hverrar umferðar.
3. Tímamörk skákanna verða að fylgja svo mögulegt sé að dæma um hvort mótið (eða hugsanlega hluti þess) sé hæft til útreiknings.
4. Ótefldar skákir skulu vera merktar sérstaklega því slíkar skákir eru ekki reiknaðar til stiga.
Fyrstu stig skákmanna
Útreikningur á stigum skákmanns hefjast með fyrsta mótinu sem hann mætir andstæðingi með skákstig. Stigin eru þó ekki birt fyrr en skákmaðurinn hefur teflt að minnsta kosti 5 skákir á móti andstæðingum með stig og hlotið einn vinning. Skákirnar fimm þurfa ekki að teflast í sama mótinu, heldur safnast þær upp.
Birting stiga á lista
Skákmenn birtast á skákstigalista Skáksambands Íslands samkvæmt eftirfarandi reglum:
1. Skákmenn verða að hafa teflt að minnsta kosti 5 skákir sem reiknast til stiga (hafa fengið forstig).
2. Skákmenn verða að hafa að minnsta kosti 1000 stig.
3. Skákmenn verða að hafa teflt kappskák undanfarin fimm ár.
Vegna ónákvæmni fyrstu stiga, þá eru þau ekki að fullu marktæk til samanburðar við aðra skákmenn fyrr en skákmaður hefur náð að tefla 25 skákir til stiga.
Stigaútreikningarnir
Eftirfarandi tákn eru notuð í lýsingunni hér á eftir:
Rforstig
|
Fyrstu stig skákmanns. |
Rmeðalstig
|
Meðalstig andstæðinga með skákstig í forstigsútreikningum. |
Dp
|
Tala lesin úr töflu 2 miðað við vinningshlutfall í forstigs skákum skákmanns. |
Til að reiknuð séu forstig fyrir skákmann, þá þarf hann að hafa teflt við a.m.k. fimm andstæðinga með stig og hlotið a.m.k. einn vinning.
Eftirtaldar formúlur eru notaðar við útreikning forstiga:
Forstig fyrir skákmann sem fær lægra en 50% skor í forstigs skákum sínum:
Forstig fyrir skákmann sem fær 50% skor í forstigs skákum sínum:
Forstig fyrir skákmann sem fær hærra en 50% skor í forstigs skákum sínum:
Rforstig = Rc + 12,5 stig fyrir hvern hálfan vinning umfram 50%.
Ef skákmaður nær ekki 1000 stigum í forstig þá er hann hækkaður upp í þau.
Stigaútreikningur fyrir skákmenn sem hafa hlotið forstig
Eftirfarandi tákn eru notuð í lýsingunni hér á eftir:
R
|
Stig skákmanns í upphafi stigatímabils. |
Randstæðings
|
Stig andstæðingsins í upphafi stigatímabils. |
Rbreyting
|
Stigabreyting skákmanns í viðkomandi skák. |
Rnýstig
|
Ný skákstig skákmanns í lok stigatímabils. |
K
|
Margföldunarstuðull sem ákvarðast einkum af reynslu og aldri skákmanns. Lesinn úr töflu 1. |
Váætlun
|
Vinningshlutfall 0.00-1.00. |
D
|
Stigamunur skákmanns og andstæðings hans. |
V
|
Skor úr viðkomandi skák (1, 0.5 eða 0 ) |
Hver einstök skák er reiknuð sérstaklega.
Eftirtaldar formúlur eru notaðar:
Váætlun = Tala lesin úr töflu 2 út frá stigamun ( D )
Rnýstig = R + Samanlagðar stigabreytingar (Rbreyting) tímabilsins.
Skákmaður lækkar aldrei niður fyrir 1000 stig.
Stuðullinn K er ákvarðaður út frá töflu 1. Hjá skákmönnum 20 ára og yngri er stuðullinn 35 fyrir fyrstu 100 skákirnar, en 30 eftir það.
Skákir
|
6-100
|
101-200
|
201-300
|
> 300
|
K
|
30
|
25
|
20
|
15
|
Tafla 1 Stuðullinn K eftir fjölda skáka |
Ef skákmaður nær 2400 stiga markinu þá er stuðullinn settur 10 (15 hjá 20 ára og yngri) og breytist ekki eftir það, jafnvel þótt stigin lækki aftur niður fyrir 2400.
Útreikningsdagsetningar
Útreikningsdagsetningar eru : 1.mars, 1. júní, 1. september og 1. desember.
Almennur skilafrestur til skákstiganefndar er strax að móti loknu, en í síðasta lagi degi fyrir útreikning. Þetta þýðir líka að skili mótshaldarar inn mótstöflu til stiganefndar í tæka tíð, þá getur hún áframsent mótið til FIDE. Mót sem skilað er eftir áðurnefndar dagsetningar verða ekki reiknuð fyrr en á næsta tímabil á eftir. Mót sem byrjar fyrir útreikningsdagsetningu og endar eftir hana, er reiknað þannig að umferðirnar fyrir dagsetninguna eru reiknaðar með fyrra tímabilinu og eftir dagsetninguna eru reiknaðar með seinna tímabilinu (dæmi: Íslandsmót Skákfélaga). Góð regla er að slá inn hverja umferð strax að henni lokinni og hlaða inn á chess-results.com.
Ýmsar reglur
Erlendur skákmaður (eða Íslendingur sem kemur erlendis frá eftir langdvöl) kemur inn á íslenska skákstigalistann á FIDE stigum eða landstigum þess lands sem hann er frá.
Mót sem uppfylla skilyrði til útreiknings og eru haldin af SÍ eða aðildarfélögum þess skulu send til útreiknings, nema sérstaklega sé tekið fram fyrir mótið að slíkt eigi ekki að gerast.
Skákstiganefnd SÍ sér um að mót sem berast henni til útreiknings íslenskra skákstiga og uppfylla skilyrði til FIDE-stigaútreiknings, séu send til FIDE til alþjóðlegs stigaútreiknings.
Tafla 2: Stigamismunur og væntanlegt vinningshlutfall
D(p)
|
P
|
D(p)
|
P
|
D(p)
|
P
|
D(p)
|
P
|
D(p)
|
P
|
|||||
Mism.
|
L
|
H
|
Mism.
|
L
|
H
|
Mism.
|
L
|
H
|
Mism.
|
L
|
H
|
Mism.
|
L
|
H
|
0-3
|
.50
|
.50
|
69-76
|
.40
|
.60
|
146-153
|
.30
|
.70
|
236-245
|
.20
|
.80
|
358-374
|
.10
|
.90
|
4-10
|
.49
|
.51
|
77-83
|
.39
|
.61
|
154-162
|
.29
|
.71
|
246-256
|
.19
|
.81
|
375-391
|
.09
|
.91
|
11-17
|
.48
|
.52
|
84-91
|
.38
|
.62
|
163-170
|
.28
|
.72
|
257-267
|
.18
|
.82
|
392-411
|
.08
|
.92
|
18-25
|
.47
|
.53
|
92-98
|
.37
|
.63
|
171-179
|
.27
|
.73
|
268-278
|
.17
|
.83
|
412-432
|
.07
|
.93
|
26-32
|
.46
|
.54
|
99-106
|
.36
|
.64
|
180-188
|
.26
|
.74
|
279-290
|
.16
|
.84
|
433-456
|
.06
|
.94
|
33-39
|
.45
|
.55
|
107-113
|
.35
|
.65
|
189-197
|
.25
|
.75
|
291-302
|
.15
|
.85
|
457-484
|
.05
|
.95
|
40-46
|
.44
|
.56
|
114-121
|
.34
|
.66
|
198-206
|
.24
|
.76
|
303-315
|
.14
|
.86
|
485-517
|
.04
|
.96
|
47-53
|
.43
|
.57
|
122-129
|
.33
|
.67
|
207-215
|
.23
|
.77
|
316-328
|
.13
|
.87
|
518-559
|
.03
|
.97
|
54-61
|
.42
|
.58
|
130-137
|
.32
|
.68
|
216-225
|
.22
|
.78
|
329-344
|
.12
|
.88
|
560-619
|
.02
|
.98
|
62-68
|
.41
|
.59
|
138-145
|
.31
|
.69
|
226-235
|
.21
|
.79
|
345-357
|
.11
|
.89
|
620-735
|
.01
|
.99
|