Helgi Ólafsson ásamt þátttakendum skákmótsins.

Laugardaginn 8. desember sl. var síðasti kennsludagur skákkennslu grunnskólabarna í Fischersetri. En þetta var síðasti tíminn af 8 skipta námsskeiði sem byrjaði sl. haust og var í umsjón Helga Ólafssonar stórmeistara og skólastjóra Skákskóla Íslands.

Helgi Ólafsson ásamt vinningshöfum skákmótsins eða þeim Arnari Breka Jóhannessyni, Sæþóri Inga Sæmundssyni og Fannari Smára Jóhannessyni.

Rúmlega 20 krakkar tóku þátt í námsskeiðinu og síðasta kennsludaginn var haldið skákmót. Úrslit skákmótsins urðu þau að í fyrsta sæti var Sæþór Ingi Sæmundarson, í 2. sæti var Arnar Breki Jóhannesson og í 3. sæti Fannar Smári Jóhannesson.