Ingvar Þór Jóhannesson og Björn Ívar Karlsson hafa verið ráðnir landsliðsþjálfarar Íslands. Ingvar í opnum flokki en Björn Ívar í kvennaflokki.
Stjórn SÍ ákvað þetta að tillögu landsliðsnefndar.
Ingvar mun velja lið Íslands fyrir EM landsliða sem fram fer í Batumi í Georgíu í haust auk þess að vera liðsstjóri. Kvennalið verður ekki sent á EM í haust. Björn Ívar mun engu að síður sjá um þjálfun liðsins og stefnt er að öðrum verkefnum fyrir kvennalandsliðið síðar á árinu
Stjórn SÍ býður þá félaga velkomna til starfa.
Landsliðsnefnd lagði fram afar metnaðarfullar stefnumótunartillögur fyrir stjórn SÍ. Nefndin fær miklar þakkir fyrir hennar starf. Nefndina skipa: Hlíðar Þór Hreinsson (formaður), Guðlaug Þorsteinsdóttir, Halldór Grétar Einarsson, Jóhann Hjartarson og Pálmi Pétursson.