Iðunn Helgadóttir vann öruggan sigur á 2. mótinu í mótaröð Skákskólans sem hóf göngu sína í mars sl. Vettangur Kviku Reykjavíkurmótsins, Harpa, var vettvangur mótsins og tefldu stúlkurnar á fremsta sviði Hörpunnar. Keppendur voru 16 talsins. Teflt var um glæsileg verðlaun og 77 grand-prix stig en fimm mót verða í þessari syrpu og hefur næsta mót verið sett á dagskrá í Vestmannaeyjum þann 7. maí nk.
Iðunn allar skákir sínar og hlaut því 9 vinninga af 9 mögulegum. Í öðru sæti kom Guðrún Fanney Briem. Teflt var um glæsilega ferðavinninga og einnig Chessable kennsuforrit að eigin vali.
Lokaniðurstaðan varð þessi:
- Iðunn Helgadóttir 9 v. (af 9)
- Guðrún Fanney Briem 7 v.
- Emilía Embla Berglindardóttir 6 v.
- Þórhildur Helgadóttir 5½ v.
- Sigrún Tara Sigurðardóttir 5½ v.
Meða lstúlkna sem fæddar eru árið 2012 náðu bestum árangri þessar stúlkur:
- Emilía Embla Berglindardóttir
- Sigrún Tara Siguirðardóttir
- Elma Karen Ingimundardóttir
Sigurvegarinn frá því í Siglingaklúbbnum Ými þann 18. mars sl., Freyja Birkisdóttir, gat ekki verið með þar sem hún var keppa á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug þennan sama dag.
Eftir mótið í Hörpunni er staðan í stigakeppninni þessi:
- Iðunn Helgadóttir 35 stig
- Guðrún Fanney Briem 27 stig
- Freyja Birkisdóttir 20 stig
- Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
- Þórhildur Helgadóttir 14 stig
- Emilía Embla Berglindardóttir 12
- Katrín María Jónsdóttir 8 stig
- Tara Líf Ingadóttir 6 stig
- Hrafndís Karen Óskarsdóttir 6 stig
- Sóley Kría Helgadóttir 2 stig
Skákstjórar voru Helgi Ólafsson, Stefán Bergsson og Guðmundur Kjartansson. Þá veitti Ingibjörg Edda Birgisdóttir margvíslega aðstoð.
Um tilhögun stúlknamótsins í Eyjum þann 7. maí nk. verður greint frá nánar síðar á næstu dögum. Það verður opið öllum stúlkum á grunn- og framhaldsskólastigi.