Keppendur á stúlknamótinu í Hörpunni

Iðunn Helgadóttir vann öruggan sigur á 2. mótinu í mótaröð Skákskólans sem hóf göngu sína í mars sl. Vettangur Kviku Reykjavíkurmótsins, Harpa, var vettvangur mótsins og tefldu stúlkurnar á fremsta sviði Hörpunnar.  Keppendur voru 16 talsins.  Teflt var um glæsileg verðlaun og 77 grand-prix stig en fimm mót verða í  þessari syrpu og hefur næsta mót verið sett á dagskrá í Vestmannaeyjum þann 7. maí nk.

Iðunn allar skákir sínar og hlaut því 9 vinninga af 9 mögulegum. Í öðru sæti kom Guðrún Fanney Briem.  Teflt var um glæsilega ferðavinninga og einnig Chessable kennsuforrit að eigin vali.

Lokaniðurstaðan varð þessi:

 1. Iðunn Helgadóttir 9 v. (af 9)
 2. Guðrún Fanney Briem 7 v.
 3. Emilía Embla Berglindardóttir 6 v.
 4. Þórhildur Helgadóttir 5½ v.
 5. Sigrún Tara Sigurðardóttir 5½ v.

Meða lstúlkna sem fæddar eru árið 2012 náðu bestum árangri þessar stúlkur:

Þær náðu bestum árangri í flokki keppenda fæddar 2012 og síðar:
 1. Emilía Embla Berglindardóttir
 2. Sigrún Tara Siguirðardóttir
 3. Elma Karen Ingimundardóttir

Sigurvegarinn frá því í Siglingaklúbbnum Ými þann 18. mars sl., Freyja Birkisdóttir, gat ekki verið með þar sem hún var keppa  á Íslandsmeistaramótinu í sundi í 50 metra laug þennan sama dag.

Eftir mótið í Hörpunni er staðan í stigakeppninni þessi:

 1. Iðunn Helgadóttir 35 stig
 2. Guðrún Fanney Briem 27 stig
 3. Freyja Birkisdóttir 20 stig
 4. Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
 5. Þórhildur Helgadóttir 14 stig
 6. Emilía Embla Berglindardóttir 12
 7. Katrín María Jónsdóttir 8 stig
 8. Tara Líf Ingadóttir 6 stig
 9. Hrafndís Karen Óskarsdóttir 6 stig
 10. Sóley Kría Helgadóttir 2 stig

Skákstjórar voru Helgi Ólafsson, Stefán Bergsson og Guðmundur Kjartansson. Þá veitti Ingibjörg Edda Birgisdóttir margvíslega aðstoð.

Um tilhögun stúlknamótsins í Eyjum þann 7. maí nk. verður greint frá nánar síðar á næstu dögum. Það verður  opið öllum stúlkum á grunn- og framhaldsskólastigi.