Síðasta mótið í fyrstu mótaröð stúlkna verður haldið á vegum Skákskóla Íslands föstudaginn 3. febrúar nk. í húsnæði Siglingaklúbbsins Ýmis við Naustavör í Kópavogi. Mótið hefst kl. 15. Fyrsta mótið í mötaröðinni var haldið á þessum stað í mars í fyrra og er viðeigandi að loka mótaröðinni á sama stað. Annað mót fór fram í Hörpunni í apríl, samhliða Reykjavíkurskákmótinu, þriðja mótið í Vestmannaeyjum í maí og það fjórða á Hotel Berjaya, þ.e. gamla Loftleiðahótelinu, samhliða heimsmeistaramótinu í Fischer-slembiskák

Tefldar verða 9 umferðir eftir svissneska kerfinu og tímamörk eru 5 3 Bronstein. Verðlaun verða með sama sniði og í fyrri mótum þ.e. ferðavinningar auk verðlauna frá Chessable.

Fyrir liggur að sigurvegari mótaraðarinnar er Iðunn Helgadóttur og verða henni afhent sérstök verðlaun í mótslok. Verðlaunaflokkur meðal yngri keppenda miðast áfram við stúlkur sem fæddar eru 2012 og síðar.

Staðan í mótaröðinni er þessi:

  1. Iðunn Helgadóttir 75 stig
  2. Guðrún Fanney Briem 42 stig
  3. Freyja Birkisdóttir 35 stig
  4. Katrín María Jónsdóttir 26 stig.
  5. – 7. Emilía Embla Berglindardóttir, Tara Líf Ingadóttir og Þórhildur Helgadóttir 24 stig
  6. Hrafndís Karen Óskarsdóttir 22 stig
  7. Sigrún Tara Sigurðardóttir 18 stig
  8. Silja Rún Jónsdóttir 8 stig.
  9. Sóley Kría Helgadóttir 6 stig
  10. Nikola Klimazewska 4 stig.
  11. – 14. Margrét Kristín Einarsdóttir og Halldóra Jónsdóttir 2 stig.

Gefin eru 20 stig fyrir sigur, 15 stig fyrir 2. sæti, 12 stig fyrir 3. sæti, 10 stig fyrir 4. sæti, 8 stig fyrir 5. sæti, 6 stig fyrir 6. sæti, 4 stig fyrir 7. sæti og 2 stig fyrir 8. sæti.

Verðlaun:

  1. verðlaun: Ferðavinningur að verðmæti kr. 40 þús.
  2. verðlaun: Ferðavinningur að verðmæti kr. 30 þús.
  3. verðlaun: Demantsáskrift að Chess.com í eitt ár eða Chessable forrit.
  4. verðlaun: Demantsáskrift að Chess.com í eitt ár eða Chessable forrit.
  5. verðlaun: Demantsáskrift að Chess.com í eitt ár eða Chessable forrit.

Keppendur fæddar árið 2012 og síðar:

  1. verðlaun: Ferðavinningur að verðmæt kr. 30 þús.
  2. verðlaun: Demantsáskrift að Chess.com í eitt ár eða Chessable forrit.
  3. verðlaun: Demantsáskrift að Chess.com í eitt ár eða Chessable forrit.

Mótið er opið öllu stúlkum á grunn- og framhaldsskólaaldri og eru taflfélög hvött til þess að kynna mótið fyrir stúlkum.