Íslandsmeistarar Kársnesskóla í 1.-2. bekk. Mynd: Heimasíða Kárnesskóla

Íslandsmót grunnskólasveita – stúlknaflokkur fór fram laugardaginn 28. janúar í Rimaskóla. Kárnesskóli hampaði sigri í yngsta flokki. Rimaskóli vann sigur í hinum tveimur flokkunum.

1.-2. flokkur

Sex skólar epptu í flokki 1.-2. bekkjar í fimm umferðum. Kársnesskóli vann öruggan sigur með 19 vinninga af 20, og hreppti því gullið. Liðið var skipað þeim Áróru Björk Stefánsdóttur, Heiðrúnu Lilju Sölvadóttur, Mareyju Kjartansdóttur og Ólöfu Höskuldsdóttur. Stúlkurnar æfa allar skák hjá Breiðablik undir leiðsögn Lenku Ptácníková stórmeistara. Rimaskóla verð í öðru sæit og Ingunnarskóli í því þriðja.

Lokstaðan á Chess-Results

3.-5. bekkur

Rimaskóli fór með himinskautum og vann gull, silfur og brons. A-sveitin hlaut 27 vinninga af 28 mögulegum, b-sveitin hlaut 25 vinninga og c-sveitin 17,5 vinning. Sigursveit Rimaskóla skipuðu þær. Emilía Embla B. Berglindardóttir , Sigrún Tara Sigurðardóttir, Tara Líf  Ingadóttir  og Elma Karen Ingimundardóttir.

Brekkuskóli frá Akureyri fyrir bestan árangur landsbyggðarsveita!

Lokastaðan á Chess-Results

6.-10. bekkur

Rimaskóli hafði þar einnig yfirburði. A-sveitin hlaut 18,5 og b-sveitin 12,5 vinning. Landakotsskóli varð í þriðja sæti með 19 vinninga.

Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuðu: Nikola, Hrafndís Karen, Silja Rún og Sóley Kría

Lokastaðan á Chess-Results

Skákstjórar voru Gauti Páll Jónsson, Jóhanna Björg og Hildur Berglind Jóhannsdætur. Helga Árnasyni og Rimaskóli fá sérstakar þakkir fyrir lán á húsnæðinu.