Efstu menn ásamt Helga skáolastjóra.

Gunnar Erik Guðmundsson vann glæsilegan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2023 í flokki keppenda undir 2000 elo stigum en mótið fór fór fram um helgina. Gunnar vann með fullu húsi, hlaut 7 vinninga af 7 mögulegum. Í flokki keppenda undir 1500 elo stigum sigraði Markús Orri Jóhannsson einnig glæsilega, hlaut 6 vinninga af 7 mögulegum.

Meistaramót Skákskóla Íslands hefur tvö undanfarin ár farið fram í þrem styrkleikaflokkum en sterkasta útgáfan af mótinu sameinaðist Unglingameistaramóti Íslands og hefur tvö undanfarin ár farið fram rétt fyrir jólin.

Í U – 2000 flokknum voru keppendur 11 talsins og tefldu 7 umferðir eftir svissneska kerfinu. Að þessu sinni voru tefldar at-skákir, 25 10. Gunnar tefldi af miklu öryggi og náði að vinna alla keppinauta sína á sannfærandi hátt.  Ingvar Wu Skarphéðinsson kom næstur með 5½ vinning. Þá náði Jósef Omarsson einnig góðum árangri en hann varð einn í 3. sæti með 5 vinninga. Athygli vakti einnig frábær frammistaða Guðrúnar Fanneyjar Briem sem varð í 4. – 5. sæti með 4 vinninga. Hún hlaut sérstök stúlknaverðlaun fyrir frammistöðu sína og slík verðlaun fékk einnig Katrín María Jónsdóttir í U – 1500 mótinu.

En fimm efstu í U – flokknum urðu:

1. Gunnar Erik Guðmundsson 7 v. ( af 7 mögulegum ) 2. Ingvar Wu Skarphéðinsson 5 ½ v. 3. Jósef Omarsson 5 v. 4. – 5. Benedikt Þórisson og Guðrún Fanney Briem 4 v. 6. Iðunn Helgadóttir 3v.

Lokastaðan á Chess-Results

Í U – 1500 flokknum urðu þessi í efstu sætum:

1. Markús Orri Jóhannsson 6 v. ( af 7 ) 2. Sigurbjörn Hermannsson 5½ 3. – 5. Fannar Smári Jóhannsson og Katrín María Jónsdóttir 5v.

Lokastaðan á Chess-Results

Veitt voru fjölmörg verðlaun í þrem styrkleikaflokkum, ferðavinningar, bókaverðlaun og hugbúnaðarverðlaun.

Mótstjórar voru Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskóla Íslands og Ingvar Þ. Jóhannesson sem sá um beinar útsendingar á 8 borðum. Þá veitti Páll Sigurðsson aðstoð við undirbúning mótsins.