Verðlaunahafar á Meistaramóti Skákskólans síðasta vor.

Kennsla í framhaldsflokkum Skákskóla Íslands á haustönn 2023 hefst laugardaginn 16. september nk.

Framhaldsflokkarnir miðast við þá sem áður hafa sótt námskeið á vegum Skákskólans eða hafa öðlast umtalsverða reynslu á skáksviðinu. Fyrsti tíminn verður laugardaginn 16. september og hefst kl. 11:00 og stendur til kl. 12:15.

Námskeiðsgjald er kr. 20.000 kr en veittur er 20% systkinaafsláttur.

Yfirumsjón með kennslu í haust verður í höndum Helga Ólafssonar skólastjóra Skákskóla Íslands. Þrautreyndir skákþjálfarar verða honum til aðstoðar.

Foreldrar og forráðamenn geta skráð krakkana í Sport Abler.

(Vinsamlegast athugið að ekki er hægt sem komið er að skrá sig í gegnum frístundastyrki – en væntanlegt á næstu dögum.) 

Byrjendaflokkar hjá TR

Skákskóli Íslands og Taflfélag Reykjavíkur mun hafa samvinnu um kennslu byrjendaflokka. Manngangskennsla hefst kl. 10:40. Byrjendaflokkarnir hefjast kl. 11:15 og miðast við yngri börn sem ekki hafa áður sótt námskeið Skákskólans og hyggja á þátttöku á skákmótum á næstu mánuðum. Skákkennslan hjá TR hefjast 2. september.

Sjá heimasíðu TR.