Íslensku stúlkurnar á NM stúkna. Mynd: Una Strand.

Á haustönn mun Jóhanna Björg Jóhannsdóttir aftur standa fyrir skákæfingum fyrir stúlkur í á þriðju hæð í Breiðabliksstúkunni, Kópavogi, á vegum Skákskóla Íslands í samstarfi við Skákdeild Breiðabliks. Námskeiðið hefst á mánudaginn, 8. janúar  og fer fram á frá kl. 17.30 til 19.00.

Æfingarnar eru ætlaðar áhugasömum skákstelpum sem hafa áhuga á að bæta sig í skák á hinum ýmsu sviðum, en sérstök áhersla verður lögð á að byggja sterkan grunn í byrjunum og taktík.

Jóhanna hefur mikla reynslu úr skákheiminum og er reyndur skákkennarar. Jóhanna að baki á fimm Ólympíumót með kvennalandsliðinu. Lögð verður áhersla á aukna skákkennslu stúlkna á öllum aldri og hvetja þær til að mæta á æfingarnar, bæta sig jafnt og þétt og hafa gaman af skákinni.

Skráningargjald fyrir vorönn er 15.000 kr.- en öllum er frjálst að mæta og prófa eina æfingu.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler (skráningarform tilbúið á morgun).