Húsnæði Skákskólans og aðal kennsluaðstaða er í Faxafeni 12 í Reykjavík.
Hefðbundin starfssemi fer fram í byrjenda- og framhaldsflokkum skólans á haustönn sem hefst í september ár hvert og vetrarönn sem hefst í janúar ár hvert.
Einnig fer kennsla Skákskóla Íslands fram í Stúkunni á Kópavogsvelli í samvinnu við skákdeild Breiðabliks en þar hefur Skákskólinn verið með starfssemi frá árinu 2010.
Skákskólinn leggur mikla áherslu á gott samstarf skólans við taflfélög á landinu öllu og hefur undanfarin misseri haldið út fastri kennslu í Mosfellsbæ og á Selfossi. Skákskólinn og skákdeild Breiðabliks hafa gert með sér samstarfssamning og Helgi Ólafsson skólastjóri Skákskólans er yfirmaður þjálfaramála og ber faglega ábyrgð á kennslu skákdeildarinnar.
Þá mun Skákskólinn hefja samstarf við SA í haust um kennslu á grunnskólum á Akureyri. Áskell Örn Kárason alþjóðlegur meistari og FIDE trainer hefur yfirumsjón með þessu verkefni nyrðra.
Meðal verkefna utan hefðbundinnar starfssemi má nefna:
- Þjálfun skákmanna fyrir einstök verkefni sem varða:
- EM ungmenna
- NM í skóla skák
- Ólympíumótið í skák – Helgi Ólafsson er liðsstjóri þjálfari og einvaldur liðsins
- Ólympíumót ungmenna 16 ára og yngri
- Undirbúningur fyrir skákkeppni barna og ungmenna á RÚV á vegum KrakkaRÚV
Heimasíða Skákskóla Íslands er heimasíða Skáksambands Íslands, – skak.is – Fréttir og annað sem tengist starfssemi skólans birtist þar.
Meistaramót Skákskólans eru haldin á vorin en úrslit meistaramóts 2018 sem haldið var í tveim styrkleikaflokkum í lok maí voru eftirfarandi: http://chess-results.com/tnr356366.aspx?lan=1