Starfsemi

Húsnæði Skákskólans og kennsluaðstaða er í Faxafeni 12 í Reykjavík.

Kennsla í flokkum skólans á haustönn hefst í september ár hvert og á vetrarönn í janúar.

Skákskóli Íslands býður upp á einstaklingsmiðað þrepaskipt námsefni sem ætlað er fyrir þá sem hafa mikinn metnað fyrir því að ná langt í skák. Æfingar fara fram í húsnæði Skákskólans Faxafeni 12 en nemendur hafa aðgang að kennsluefni í gegnum netið. Skólinn hvetur nemendur til sjálfstæðra vinnubragða.

Skákskólinn hefur samið við sveitarfélögin og geta nemendur skólans nýtt sér frístundastyrk við greiðslur á námskeiðum.

Skákskóli Íslands leggur mikla áherslu á gott samstarf skólans við taflfélög á landinu öllu og tekur vel á móti iðkendum af landsbyggðinni í fjarkennslu. Skákskólinn veitir taflfélögum ráðgjöf varðandi uppbyggingu á skákæfingum þeirra.

Meðal verkefna utan hefðbundinnar starfssemi má nefna:

  • Unglingameistaramót Íslands í skák
  • Þjálfun keppenda og hópa fyrir EM og HM ungmenna
  • Þjálfun keppenda og hópa fyrir Norðurlandamót
  • Ólympíumót ungmenna 16 ára og yngri
  • Námsefnisgerð

Heimasíða Skákskóla Íslands er skak.is/skakskolinn