Aleksandr, sem vann Benedikt, er meðal þeirra sem eru efstir eftir 2. umferð. Mynd: JOF

Fjórir skákmenn, sem allir eru í u25-landsliðshópnum, eru efstir og jafnir með fullt hús eftir 2. umferð áskorendaflokks Skákþings Íslands sem fram fór í dag. Það eru Gauti Páll Jónsson (2064), Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169), Benedikt Briem (2062) og Arnar Milutin Heiðarsson (2019).

Jóhann og Jóhann gerðu jafntefli.

Nokkuð var um óvænt úrslit. Jóhann Arnar Finnsson (1805) gerði jafntefli við stigahæsta keppenda mótsins, og nafna sinn Johann Ingvason (2172). Jósef Omarsson (1352) heldur áfram að eiga góð úrslit og vann Kristján Þ. Sverrisson (1706).

Jósef hefur heldur betur byrjað vel.

Þriðja umferð fer fram á morgun og hefst kl. 18. Þá mætast Aleksandr og Arnar annars vegar og Benedikt og Gauti Páll hins vegar. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.