Aleksandr, til vinstri, er efstur með fullt hús. Mynd: GB

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169) er efstur með fullt hús að lokinni fjórðu umferð áskorendaflokks sem fram fór í kvöld. Aleksandr vann Jóhann Ingvason (2172). Benedikt Briem (2062) sem tók hálfs vinnings yfirsetu er annar með 3½ vinning. Jóhann Arnar Finnsson (1805), Gauti Páll Jónsson (2064), Jóhann H. Ragnarsson (1913), Arnar Milutin Heiðarsson (2019) og Benedikt Þórisson (1778) eru í 3.-7. sæti með 3 vinninga.

Fimmta umferð fer fram á morgun og hefst kl. 18. Aleksandr teflir við Benedikt í toppslag umferðarinnar. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.