Sjöunda umferð Íslandsmótsins í skák hefst kl. 16. Teflt er við glæsilegar aðstæður í Bankanum – Vinnustofu á Selfossi og eru áhorfendur velkomnir.

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2542) er efstur með 4½ vinning. Hannes Hlífar Stefánsson (2525) og Héðinn Steingrímsson (2538) koma næstir með 4 vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson (2501) og Guðmundur Kjartansson (2430) eru í 4.-5 sæti með 3½ vinning.

Mótið á Chess-Results

Viðureignir sjöundu umferðar

  • Héðinn Steingrímsson (4) – Hjörvar Steinn Grétarsson (4½)
  • Hilmir Freyr Heimisson (3) – Hannes Hlífar Stefánsson (4)
  • Alexander Oliver Mai (1½) – Guðmundur Kjartansson (3½)
  • Vignir Vatnar Stefánsson (3½) – Símon Þórhallsson (½)
  • Þröstur Þórhallsson (3) – Bragi Þorfinnsson (2½)

Skákvarp Ingvars Þór Jóhannessonar hefst að jafnaði rúmlega klukkustund eftir upphaf umferðar og hefst því upp úr kl. 17 í dag.

Skákvarpið á Twitch

Skákirnar eru sýndar þráðbeint á netinu á má nálgast á ýmsum stöðum þar.

Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook-síðu íslenskra skákmanna.