Benedikt Briem er efstur eftir jafntefli gegn Jóhanni Arnari. Mynd: IEB

Benedikt Briem (2062) er efstur með 6½ vinning að lokinni áttundu og næstsíðustu umferð sem fram fór í dag. Hann gerði jafntefli við Jóhann Arnar Finnsson (1805). Aleksandr Domelchuk-Jonasson (2169) er annar með 6 vinninga. Hann vann Sigurð Pál Guðnýjarson (1420). Jóhann Ingvason (2172) er þriðji með 5½ vinning eftir að hafa lagt Gauta Pál Jónsson (2064) að velli. Þessir þrír eru líklegastir til að fá sætin tvö í landsliðsflokki að ári sem í boði eru.

Benedikt dugar jafntefli til að komast í landsliðsflokk að ári. Sigur tryggir Aleksandr sæti Aðrir í toppbaráttunni geta ekki eingöngu treyst á eigin úrslit.

Lokaumferðin fer fram í Bankanum – vinnustofu, Austurvegi 20, á morgun. Umferðin hefst kl. 13.

Helstu viðureignir

  • Benedikt Briem (6½) – Arnar Milutin (5)
  • Aleksandr (6) – Ingvar Wu (5)
  • Benedikt Þórisson (5) – Jóhann Ingvason (5½)
  • Gauti Páll (5) – Jóhann Arnar (5)

Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki að ári.

Skákir 8. umferð (6 efstu borðin)