Aleksandr með sigurlaunin í áskorendaflokki.Tómas Ellert, formaður bæjarráðs og Gunnar Björnsson, afhentu honum verðlaunin. Mynd: IEB

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2169) tryggði sér í áskorendaflokki Skákþings Íslands í gær. Hann vann Ingvar Wu Skarphéðinsson (1673) í lokaumferðinni sem fram fór við glæsilegar aðstæður á Selfossi. Jóhann Ingvason (2172) og Benedikt Briem (2062) urðu í 2.-3. sæti með 6½ vinning. Jóhann fékk annað sætið þar með keppnisrétt í landsliðsflokki eftir oddastigaútreikning.

Lokastaðan á Chess-Results

Þorsteinn Jakob F Þorsteinnsson (+107) hækkar mest fyrir frammistöðuna. Aðrir sem hækka um 30 stig eða meira.

Rk. Name rtg+/-
1 Thorsteinsson Thorsteinn Jakob F 107
2 Gudnyjarson Sigurdur Pall 76
3 Omarsson Josef 76
4 Skarphedinsson Ingvar Wu 53
5 Kovacik Oliver 41
6 Briem Benedikt 40
7 Heidarsson Mikael Bjarki 38
8 Finnsson Johann Arnar 37

 

    Skákir 9. umferðar (fjögur efstu borðin)