Landsliðsflokkur Skákþings Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, dagana 15.-26. maí nk. Stjórn SÍ hefur boðið til leiks 12 skákmönnum í samræmi við lög og reglur sambandsins.
Í 5 grein skáklaga SÍ segir:
Eftirtaldir keppendur hafa þátttökurétt í landsliðsflokki:
- Þrír efstu menn í landsliðsflokki á síðasta Skákþingi Íslands og til vara sá sem þar hafnaði í fjórða sæti.
- Tveir efstu menn í áskorendaflokki á síðasta Skákþingi Íslands.
- Þrír stigahæstu menn landsins, miðað við virk skákstig, aðrir en þeir sem falla undir lið 1 eða 2, og til vara þeir tveir sem næstir þeim eru að stigum.
- Ungmennameistari Íslands.
- Íslandsmeistari kvenna frá árinu áður.
- Eftir atvikum aðrir keppendur valdir af stjórn SÍ.
Eftirtöldum skákmönnum hefur verið boðið að taka þátt í landsliðsflokki Skákþings Íslands 2023.
1 | GM | Hjörvar Steinn Grétarsson | 2547 | SÞÍ 2022 |
2 | GM | Hannes Hlífar Stefánsson | 2510 | SÞÍ 2022 |
3 | GM | Guðmundur Kjartansson | 2453 | SÞÍ 2022 |
4 | FM | Aleksandr Domalchuk-Jonasson | 2336 | Áskor 2022 |
5 | Jóhann Ingvason | 2132 | Áskor 2022 | |
6 | GM | Héðinn Steingrímsson | 2503 | Skákstig |
7 | GM | Henrik Danielsen | 2498 | Skákstig |
8 | GM | Helgi Ólafsson | 2491 | Skákstig |
9 | IM | Hilmir Freyr Heimisson | 2350 | U22 |
10 | WGM | Lenka Ptácníková | 2113 | Kvenna |
11 | GM | Jóhann Hjartarson | 2480 | Boðssæti |
12 | IM | Vignir Vatnar Stefánsson | 2466 | Boðssæti |