Keppnissalurinn á Ásvöllum.

Landsliðsflokkur Skákþings Íslands fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði, dagana 15.-25. maí nk.

Af þeim tólf sem upphaflega var boðið þáðu ellefu boð um þátttöku. Stjórn SÍ valdi Helga Áss Grétarsson sem tóflta mann og þáði hann það boð.

Keppendalisti landsliðsflokks er sem hér segir:

  1. GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2538) – landsliðsflokkur 2022
  2. GM Hannes Hlífar Stefánsson (2510) – landsliðsflokkur 2022
  3. GM Héðinn Steingrímsson (2503) – skákstig
  4. GM Henrik Danielsen (2498) – skákstig
  5. GM Jóhann Hjartarson (2478) – boðssæti
  6. GM Helgi Áss Grétarsson (2473) – boðssæti
  7. IM Vignir Vatnar Stefánsson (2461) – boðssæti
  8. GM Guðmundur Kjartansson (2402) – landsliðsflokkur 2022
  9. IM Hilmir Freyr Heimisson (2351) – unglingameistari 2022
  10. FM Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2318) – áskorendaflokkur 2022
  11. Jóhann Ingvason (2122) – áskorendaflokkur 2022
  12. WGM Lenka Ptácníková (2040) – Íslandsmeistari kvenna 2022