Keppnissalurinn á Ásvöllum.

Það styttist heldur í Íslandsmótið í skák (Skákþing Íslands) sem fram fer við glæsilegar aðstæður á Ásvöllum í Hafnarfirði dagana 15.-25. maí.

Mótið í ár verður eitt það sterkasta í sögunni. Af tólf keppendum eru átta stórmeistarar (af alls 16 sem hafa verið útnefndir) sem er met! Auk þess einn stórmeistari kvenna, einn alþjóðlegur meistari, einn FIDE-meistari og einn fulltrúi titillausra!

Helmingur keppendanna hafa áður verið Íslandsmeistarar. Þeira langoftast auðvitað Hannes Hlífar Stefánsson sem er þrettánfaldur Íslandsmeistari í skák.

Keppendalistinn er sem hér segir (skákstig og íslandsmeistaratitlar í opnum flokki í sviga)

1.  Hjörvar Steinn Grétarsson (2539-2) – stórmeistari
2.  Hannes Hlífar Stefánsson (2521-13) – stórmeistari
3.  Henrik Danielsen (2501-1) – stórmeistari
4.  Héðinn Steingrímsson (2491-3) – stórmeistari
5.  Vignir Vatnar Stefánsson (2470-0) – stórmeistari
6.  Jóhann Hjartarson (2466-6) – stórmeistari
7.  Bragi Þorfinnsson (2431-0) – stórmeistari
8.  Guðmundur Kjartansson (2402-3) – stórmeistari
9.  Hilmir Freyr Heimisson (2353-0) – alþjóðlegur meistari
10. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2338-0) – FIDE-meistari
11. Lenka Ptácníková (2099-0) – stórmeistari kvenna
12. Jóhann Ingvason (2076-0)

Glæsileg umgjörð verður á mótinu. Allir skákirnar í beinni (þó með 15 mínútna seinkun) og beinar lýsingar í umsjón okkar færustu lýsenda.

Styrktaraðilar mótsins eru

  • Hafnarfjarðarkaupstaður
  • Algalíf
  • Teva
  • Lengjan
  • Guðmundur Arason
  • MótX