Landsliðsflokkur Skákþings Íslands 2024 verður haldinn í Mosfellsbæ 16.-28. apríl nk. Mótsstaður verður Íþróttamiðstöðin Kletti (Golfskálinn við Hlíðarvöll).
Að loknu Ungmennameistaramóti Íslands (u22) í gær er ljóst hvað 12 keppendum er boðið til leiks. Tíu keppendum af tólf er boðið til leiks skv. skilgreindum reglum. Annars vegum árangri í tilteknum mótum eða skákstigum.
Stjórn SÍ hefur svo tvö boðsæti og ganga þau til Jóhanns Hjartarsonar og Aleksanders Domalchuk-Jonassonar.
Eftirtaldir hafa fengið boð um þáttttöku.
- GM Vignir Vatnar Stefánsson (2465) – landsliðsflokkur 2023
- GM Hannes Hlífar Stefánsson (2498) – landsliðsflokkur 2023
- GM Guðmundur Kjartansson (2450) – landsliðsflokkur 2023
- GM Bragi Þorfinnsson (2397) – áskorendaflokkur 2023
- CM Bárður Örn Birkisson (2242) – áskorendaflokkur 2023
- GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2530) – skákstig
- GM Héðinn Steingrímsson (2477) – skákstig
- GM Helgi Áss Grétarsson (2477) – skákstig
- IM Hilmir Freyr Heimisson (2383) – Ungmennameistari 2023
- WIM Olga Prudnykova (2241) – Íslandsmeistari kvenna 2023
- GM Jóhann Hjartarson (2460) – Boðssæti SÍ
- FM Aleksandr Domalchuk Jonasson (2386) – Boðssæti SÍ