Íslandsmótið í skák hefst í dag í Mosfellsbæ. Tólf skákmenn berjast um titilinn skákmeistari Íslandsi sem veittur hefur verið síðan 1913!

Meðal keppenda eru sex stórmeistarar og tvær skákkonur. Skákkonurnar hafa aldrei verið fleiri í efsta flokki. Tveir keppendur eru með úkraínskar rætur.

Regina Ástvaldsdóttir, bæjarastjóri Mosfellsbæjar, setur mótið og leikur fyrsta leik þess kl. 15 í dag.

Teflt er íþróttamiðstöðunni Klett (Golfvöllurinn Hlíðarvöllur) við toppaðstæður. Frábær veitingastaður á staðnum þar sem hægt er að fá 20% skák-afslátt á veitingum og fylgjast með skákunum á skjá.

Þær breytingar urðu í keppendalistanum í gær að Lenka Ptácníková tók sæti Braga Þorfinnssonar sem þurfti að draga sig út vegna persónulegra ástæðna.

Keppendalistinn:

  1. Hjörvar Steinn Grétarsson (2518), stórmeistari
  2. Héðinn Steingrímsson (2502), stórmeistari
  3. Hannes Hlífar Stefánsson (2493), stórmeistari
  4. Guðmundur Kjartansson (2480), stórmeistari
  5. Helgi Áss Grétarsson (2468), stórmeistari
  6. Vignir Vatnar Stefánsson (2469), stórmeistari
  7. Aleksandr Domalcuk-Jonasson (2368), alþjóðlegur meistari
  8. Hilmir Freyr Heimisson (2361), alþjóðlegur meistari
  9. Dagur Ragnarsson (2333), alþjóðlegur meistari
  10. Olga Prudnykova (2263), alþjóðlegur meistari kvenna
  11. Bárður Örn Birkisson (2169), kandídatameistari
  12. Lenka Ptácníková (2127), stórmeistari kvenna

Í fyrstu umferð mætast.

  • Guðmundur – Héðinn
  • Vignir Vatnar – Aleksandr
  • Bárður Örn – Helgi Áss
  • Lenka – Hannes
  • Dagur – Hilmir Freyr
  • Hjörvar – Olga

Skák Guðmundar og Héðins verður að teljast aðalviðureign dagsins.

Beinar útsendingar og beinar lýsingar Ingvars Þór í boði. Allar upplýsingar verða væntanlegar á skak.is