Íslandsmótið í skák hefst í dag í Mosfellsbæ. Tólf skákmenn berjast um titilinn skákmeistari Íslandsi sem veittur hefur verið síðan 1913!
Meðal keppenda eru sex stórmeistarar og tvær skákkonur. Skákkonurnar hafa aldrei verið fleiri í efsta flokki. Tveir keppendur eru með úkraínskar rætur.
Regina Ástvaldsdóttir, bæjarastjóri Mosfellsbæjar, setur mótið og leikur fyrsta leik þess kl. 15 í dag.
Teflt er íþróttamiðstöðunni Klett (Golfvöllurinn Hlíðarvöllur) við toppaðstæður. Frábær veitingastaður á staðnum þar sem hægt er að fá 20% skák-afslátt á veitingum og fylgjast með skákunum á skjá.
Þær breytingar urðu í keppendalistanum í gær að Lenka Ptácníková tók sæti Braga Þorfinnssonar sem þurfti að draga sig út vegna persónulegra ástæðna.
Keppendalistinn:
- Hjörvar Steinn Grétarsson (2518), stórmeistari
- Héðinn Steingrímsson (2502), stórmeistari
- Hannes Hlífar Stefánsson (2493), stórmeistari
- Guðmundur Kjartansson (2480), stórmeistari
- Helgi Áss Grétarsson (2468), stórmeistari
- Vignir Vatnar Stefánsson (2469), stórmeistari
- Aleksandr Domalcuk-Jonasson (2368), alþjóðlegur meistari
- Hilmir Freyr Heimisson (2361), alþjóðlegur meistari
- Dagur Ragnarsson (2333), alþjóðlegur meistari
- Olga Prudnykova (2263), alþjóðlegur meistari kvenna
- Bárður Örn Birkisson (2169), kandídatameistari
- Lenka Ptácníková (2127), stórmeistari kvenna
Í fyrstu umferð mætast.
- Guðmundur – Héðinn
- Vignir Vatnar – Aleksandr
- Bárður Örn – Helgi Áss
- Lenka – Hannes
- Dagur – Hilmir Freyr
- Hjörvar – Olga
Skák Guðmundar og Héðins verður að teljast aðalviðureign dagsins.
Beinar útsendingar og beinar lýsingar Ingvars Þór í boði. Allar upplýsingar verða væntanlegar á skak.is
- Heimasíða mótsins
- Chess-Results
- Beinar útsendingar
- Beinar lýsingar