Áskorendaflokkur 2021 fer fram síðsumars eða í haust.
Áskorendaflokkur 2020
Áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fer fram við glæsilegar aðstæður í skákhöll TR 22.-30. ágúst
Áskorendaflokkur er opinn fyrir alla aðra en þá sem tefla í landsliðsflokki.
Dagskrá
Dags. | Vikud. | Umferð | Tími |
22. ágúst | Laugardagur | 1 | 15-20 |
23. ágúst | Sunnudagur | 2 | 15-20 |
24. ágúst | Mánudagur | 3 | 18-23 |
25. ágúst | Þriðjudagur | 4 | 18-23 |
26. ágúst | Miðvikudagur | 5 | 18-23 |
27. ágúst | Fimmtudagur | 6 | 18-23 |
28. ágúst | Föstudagur | 7 | 18-23 |
29. ágúst | Laugardagur | 8 | 15-20 |
30. ágúst | Sunnudagur | 9 | 13-18 |
Verðlaun
- 75.000 kr.
- 45.000 kr.
- 30.000 kr.
Verðlaun skiptast eftir Hort-kerfi séu menn efstir í verðlaunasætum í áskorendaflokki. Tvö efstu sætin gefa keppnisrétt í landsliðsflokki árið 2021. Oddastigaútreikningur ræður séu menn jafnir í verðlaunasætum.
Oddastig
- Flestar tefldar skákir
- Buchholz-1
- Buchholz
- Sonneborn-Berger
- Innbyrðis úrslit
Skráning
Þátttökugjöld eru 6.000 kr. Unglingar 15 ára og yngri (2003 og síðar) fá 50% afslátt. Titilhafar aðrir en CM/WCM fá frí þátttökugjöld.
Skráning fer eingöngu fram á Skák.is – gula kassanum. Ekki verður hægt að skrá sig til leiks á skákstað. Skráningarfrestur rennur út 21. ágúst 2020.
Þátttökugjöld greiðist inn á reikning 101-26-12763, kt. 580269-5409 fyrir lok skráningarfrests.
Tímamörk
Áskorendaflokkur: 90 mínútur + 15 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúnda viðbótartími eftir hvern leik.
Jafnteflisreglur
Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.
Yfirseta
Hægt er að taka tvær yfirsetur í umferðum 1-6 og fá fyrir hana hálfan vinning. Óska þarf eftir yfirsetunni fyrir lok umferðarinnar á undan og fylla út eyðublað þess efnis hjá skákstjóra.