Íslandsmót kvenna 2020

Íslandsmót kvenna 2020 fer fram í Sveinatungu, glæsilegum salarkynnum við Garðatorg í Garðabæ.

Mótið fer fram 27. febrúar – 3. mars nk. Teflt verður í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2020. Hins vegar í áskorendaflokki kvenna. Hann er opinn fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

Frí þátttökugjöld í báða flokka.

Mótið er haldið í samvinnu Skáksambands Íslands og Taflfélags Garðabæjar.

Nánar um mótin

Landsliðsflokkur kvenna

Eftirtaldar tefla í landsliðsflokki 2020.

Nr.   Nafn Stig Félag
1 WGM Lenka Ptacnikova 2076 Huginn
2 WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir 1958 TG
3 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1929 Huginn
4 WIM Lisseth Acevedo Mendez 1864 Hrókar alls fagnaðar
5 Tinna Kristín Finnbogadóttir 1859 Fjölnir
6 Hrund Hauksdóttir 1835 Fjölnir
7 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 1690 TR
8 Sigríður Björg Helgadóttir 1659 Fjölnir

 

Dagskrá

Dags. Vikud. Umferð Tími
27-Feb-20 Fimmtudagur 1 18:00
28-Feb-20 Föstudagur 2 18:00
29-Feb-20 Laugardagur 3 16:00
01-Mar-20 Sunnudagur 4 10:00
01-Mar-20 Sunnudagur 5 16:00
02-Mar-20 Mánudagur 6 18:00
03-Mar-20 Þriðjudagur 7 18:00
 • Tímamörk verða 90 mínútur +30 sekúndur á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki
 • Dregið verður um töfluröð miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18.30. á mótsstað.

Verðlaun

 1. 100.000 kr.
 2. 60.000 kr.
 3. 40.000 kr.

Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri jafnar í verðlaunasætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnar verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum. Fyrirkomulag nánar kynnt síðar.

Mótsreglur

Keppnisreglur FIDE (FIDE Competition Rules)

Tímamörk: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndna viðbótartími eftir hvern leik.

Jafnteflisreglur: Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.

Mæting í skákir: Menn hafa 30 mínútur til að koma sér á skákstað eftir að umferð hefst – áður en tap er dæmt. Mótshaldarar óska engu að síður eftir því að keppendur séu stundvísir.

Klæðnaður: Ætlast er til að keppendur séu ávallt snyrtilega klæddir. (All the participants should be dressed in a suitable manner).

Töfludráttur: miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18.30. á mótsstað.

Tölvur, snjallsímar og snjalltæki eru bönnuð í skáksal.

Reglur um aukakeppni

Stuðst er við 13. grein reglna FIDE um skákmótahald (https://handbook.fide.com/files/handbook/C02Standards.pdf).

Grein 13.2.11.

 (1) If two players have to play a tie-break match, they play a twogame mini-match at the rate of all the moves in 3 minutes with 2 seconds added on for each move from move 1. If this match is tied, a new drawing of lots for colours shall take place. The winner shall be the first winner of a game. After each oddnumbered game the colours shall be reversed.

(2) If three players have to take part in a play-off, they play a one-game round robin at the rate P-3’+2”. If all three players again tie, then the next tie-break shall be used (see the list of tie-breaks), and the lowest-placed player eliminated. The procedure is then as in (1).

(3) If four players have to take part in a play-off they play a knockout. The pairings shall be determined by lot. There shall be two-game elimination matches at the rate as in (1).

(4) If five or more players have to take part in a play-off, they are ranked by the next tie-break (the list of tie-breaks) and all but the top four are eliminated.

Oddastig

 1. Innbyrðis úrslita
 2. Flestar sigurskákir
 3. Sonneborn-Bergur
 4. Koya System
 5. Hlutkesti

 

Skákstjóri verður Páll Sigurðsson GSM 8603120. Stefnt er að því að sýna allar skákir mótsins beint á veraldavefinn.

Áskorendaflokkur kvenna
 • Allar skákkonur með minna en 1600 skákstig hafa keppnisrétt.
 • Tefldar verða 5-7 umferðir. Nánara fyrirkomulag ákveðið þegar endanlegur keppendafjöldi liggur fyrir.
 • Umferðir verða á sömu tímum og Landsliðsflokkur kvenna.
 • Tímamörk verða 60 mínútur +30 sekúndur á leik.
 • Skráningarfrestur er framlengdur til og með Mánudagsins 24. febrúar.

Verðlaun

 1. Styrkur upp í ferðakostnað á mót erlendis 20.000 kr , frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka og keppnisréttur í landsliðsflokk kvenna að ári.
 2. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka
 3. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka

Skráning

Skráning fer fram í gula kassanum á Skák.is eða beint hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSepBLV08rDUeu92cR69sByCa05XZoIPmnDwooIcstj89jy0vw/viewform.