Íslandsmót kvenna 2021

Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fara fram við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis, Naustavör 14.

Eftirtaldir tefla í Íslandsmóti kvenna 2021

Nr. Stig Skákkona Stig
1 WGM Ptacnikova Lenka 2106
2 Johannsdottir Johanna Bjorg 1963
3 Finnbogadottir Tinna Kristin 1843
4 Hauksdottir Hrund 1819
6 Haile Batel Goitom 1636
5 Gasanova Ulker 1554
Meðalstig 1820

 

Dagskrá

Dags. Vikudagur Umferð Landsflokkur kvenna
31-Mar Miðvikudagur 1 18-24
03-Apr Laugardagur 2 15-21
05-Apr Mánudagur 3 15-21
06-Apr Þriðjudagur 4 18-24
08-Apr Fimmtudagur 5 18-24
09-Apr Föstudagur Aukakeppni/Lokahóf

 

Tímamörk eru 90 mínútur +30 sekúndur á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki

Verðlaun

  1. 100.000 kr.
  2.  60.000 kr.
  3.  40.000 kr.

Verðlaunafé skiptist eftir úrslitum aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn fari slík keppni fram. Komi ekki til aukakeppni skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra sem hafa jafn marga vinninga.

Samkvæmt 15. grein skáklaga SÍ skal Íslandsmeistarinn í skák eiga sæti í landsliði Íslands (EM landsliða í Slóveníu 2021)

Mótsreglur

Tímamörk

90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndna viðbótartími eftir hvern leik.

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.

Aðrar reglur

Mæting í skákir: Menn hafa 30 mínútur til að koma sér á skákstað eftir að umferð hefst – áður en tap er dæmt. Mótshaldarar óska engu að síður eftir því að keppendur séu stundvísir.

Klæðnaður: Ætlast er til að keppendur séu ávallt snyrtilega klæddir. (All the participants should be dressed in a suitable manner).

Töfludráttur: Fer fram degi fyrir mót.

Keppendur geta átt á von á því að það verði leitað á þeim með málmleitartæki (Garret-tækinu) á skákstað bæði við upphaf umferðar og í miðri skák

Tölvur, snjallsímar og snjalltæki eru bönnuð í skáksal.

Í skáksal mega einungis vera starfsmenn, keppendur og starfsmenn fjölmiðla.

Reglur um aukakeppni

Séu tveir efstir og jafnir verður teflt til þrautar og eftir sama fyrirkomulagi á Íslandsbikarnum/Heimsbikarmótinu.

Verði fleiri en tveir efstir og jafnir verður stuðst er við grein 13.2 í reglum  FIDE um skákmótahald (https://handbook.fide.com/files/handbook/C02Standards.pdf).

Oddastig

  1. Innbyrðis úrslita
  2. Flestar sigurskákir
  3. Sonneborn-Bergur
  4. Koya System
  5. Hlutkesti

Skákstjórn

IA Ingibjörg Edda Birgisdóttir verður yfirdómari landsliðsflokks.

Mótsstjórn

Stjórn Skáksamband Íslands

Áfrýjunarnefnd

Dómstóll SÍ