Íslandsmót kvenna 2020

Íslandsmót kvenna 2020 fer fram í Sveinatungu, glæsilegum salarkynnum við Garðatorg í Garðabæ.

Mótið fer fram 27. febrúar – 3. mars nk. Teflt verður í tveim flokkum. Annars vegar í landsliðsflokki kvenna. Þar eiga keppnisrétt allar skákkonur með 1600 skákstig eða meira. Sigurvegarinn hlýtur sæmdarheitið Íslandsmeistari kvenna árið 2020. Hins vegar í áskorendaflokki kvenna. Hann er opinn fyrir allar skákkonur sem ekki ná 1600 skákstigum.

Mótið er haldið í samvinnu Skáksambands Íslands og Taflfélags Garðabæjar.

Nánar um mótin

Landsliðsflokkur kvenna

Eftirtaldar tefla í landsliðsflokki 2020.

Nr.   Nafn Stig Félag
1 WGM Lenka Ptacnikova 2099 Huginn
2 WFM Guðlaug Þorsteinsdóttir 1994 TG
3 Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 1933 Huginn
4 WIM Lisseth Acevedo Mendez 1849 Hrókar alls fagnaðar
5 Tinna Kristín Finnbogadóttir 1838 Fjölnir
6 Hrund Hauksdóttir 1804 Fjölnir
7 Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir 1690 TR
8 Sigríður Björg Helgadóttir 1682 Fjölnir

 

Dagskrá

Dags. Vikud. Umferð Tími
27-Feb-20 Fimmtudagur 1 18:00
28-Feb-20 Föstudagur 2 18:00
29-Feb-20 Laugardagur 3 16:00
01-Mar-20 Sunnudagur 4 10:00
01-Mar-20 Sunnudagur 5 16:00
02-Mar-20 Mánudagur 6 18:00
03-Mar-20 Þriðjudagur 7 18:00
 • Tímamörk eru 90 mínútur +30 sekúndur á leik auk 30 mínútna eftir 40 leiki

Pörun fyrir umferðir má sjá með því að smella hér.

Verðlaun

 1. 100.000 kr.
 2. 60.000 kr.
 3. 40.000 kr.

Verðlaun skiptast jafnt séu fleiri jafnar í verðlaunasætum. Verði tvær eða fleiri efstar og jafnar verður teflt til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn með styttri tímamörkum.

Mótsreglur

Keppnisreglur FIDE (FIDE Competition Rules)

Tímamörk: 90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndna viðbótartími eftir hvern leik.

Jafnteflisreglur: Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.

Mæting í skákir: Menn hafa 30 mínútur til að koma sér á skákstað eftir að umferð hefst – áður en tap er dæmt. Mótshaldarar óska engu að síður eftir því að keppendur séu stundvísir.

Klæðnaður: Ætlast er til að keppendur séu ávallt snyrtilega klæddir. (All the participants should be dressed in a suitable manner).

Töfludráttur: miðvikudaginn 26. febrúar kl. 18.30. á mótsstað.

Tölvur, snjallsímar og snjalltæki eru bönnuð í skáksal.

Reglur um aukakeppni

Stuðst er við 13. grein reglna FIDE um skákmótahald (https://handbook.fide.com/files/handbook/C02Standards.pdf).

Grein 13.2.11.

 (1) If two players have to play a tie-break match, they play a twogame mini-match at the rate of all the moves in 3 minutes with 2 seconds added on for each move from move 1. If this match is tied, a new drawing of lots for colours shall take place. The winner shall be the first winner of a game. After each oddnumbered game the colours shall be reversed.

(2) If three players have to take part in a play-off, they play a one-game round robin at the rate P-3’+2”. If all three players again tie, then the next tie-break shall be used (see the list of tie-breaks), and the lowest-placed player eliminated. The procedure is then as in (1).

(3) If four players have to take part in a play-off they play a knockout. The pairings shall be determined by lot. There shall be two-game elimination matches at the rate as in (1).

(4) If five or more players have to take part in a play-off, they are ranked by the next tie-break (the list of tie-breaks) and all but the top four are eliminated.

Oddastig

 1. Innbyrðis úrslita
 2. Flestar sigurskákir
 3. Sonneborn-Bergur
 4. Koya System
 5. Hlutkesti

Skákstjóri er Páll Sigurðsson GSM 8603120.

Áskorendaflokkur kvenna

Eftirtaldar tefla í áskorendaflokki 2020.

Nr.   Nafn Stig Félag
1 Batel Goitom Haile 1559 TR
2 Iðunn Helgadóttir 1291 TR
3 Guðrún Fanney Briem 1209 Breiðablik, Bolungarvík og Reykjanesbær
4 Emilía Embla B. Berglindardóttir 0 Fjölnir
5 Sóley Kría Helgadóttir 0 Fjölnir
6 Sólveig Sara Lis 0 Fjölnir

 

Dagskrá

Dags. Vikud. Umferð Tími
27-Feb-20 Fimmtudagur 1 18:00
28-Feb-20 Föstudagur 2 18:00
29-Feb-20 Laugardagur 3 16:00
01-Mar-20 Sunnudagur 4 10:00
01-Mar-20 Sunnudagur 5 16:00

 

Pörun fyrir umferðir má sjá með að smella hér

Verðlaun

 1. Styrkur upp í ferðakostnað á mót erlendis 20.000 kr , frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka og keppnisréttur í landsliðsflokk kvenna að ári.
 2. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka
 3. Frí þátttaka í áskorendaflokki Íslandsmótsins 2020 eða skákklukka