Landsliðsflokkur 2021

Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fara fram við glæsilegar aðstæður í húsnæði Siglingafélagsins Ýmis, Naustavör 14.

Eftirtaldir tefla í landsliðsflokki 2021.

Nr. Titill Skákmaður Stig
1 GM Hjörvar Steinn Grétarsson 2588
2 GM Hannes Hlífar Stefánsson 2532
3 GM Jóhann Hjartarson 2523
4 (GM) Guðmundur Kjartansson 2503
5 GM Helgi Áss Grétarsson 2437
6 GM Bragi Þorfinnsson 2432
7 IM Björn Þorfinnsson 2384
8 FM Vignir Vatnar Stefánsson 2327
9 IM Davíð Kjartansson 2324
10 Alexander Oliver Mai 2025
Meðalstig 2408

 

Dagskrá

Teflt daglega frá 22.-30. apríl. Taflmennska hefst kl. 15 alla daga. Ef tveir eða fleiri keppendur verða efstir og jafnir fer fram aukakeppni laugardaginn, 1. maí.

Verðlaun

 1. 300.000
 2. 150.000
 3. 100.000

Verðlaunafé skiptist eftir úrslitum aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn fari slík keppni fram. Komi ekki til aukakeppni skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra sem hafa jafn marga vinninga.

Samkvæmt 15. grein skáklaga SÍ skal Íslandsmeistarinn í skák eiga sæti í landsliði Íslands (EM landsliða í Slóveníu 2021) og eiga keppnisrétt á næsta EM einstaklinga (Slóvenía 2022).

Mótsreglur

Tímamörk

90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndna viðbótartími eftir hvern leik.

Jafnteflisreglur 

Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.

Aðrar reglur

Mæting í skákir: Menn hafa 30 mínútur til að koma sér á skákstað eftir að umferð hefst – áður en tap er dæmt. Mótshaldarar óska engu að síður eftir því að keppendur séu stundvísir.

Klæðnaður: Ætlast er til að keppendur séu ávallt snyrtilega klæddir. (All the participants should be dressed in a suitable manner).

Töfludráttur: Fer fram degi fyrir mót.

Keppendur geta átt á von á því að það verði leitað á þeim með málmleitartæki (Garret-tækinu) á skákstað bæði við upphaf umferðar og í miðri skák

Tölvur, snjallsímar og snjalltæki eru bönnuð í skáksal.

Í skáksal mega einungis vera starfsmenn, keppendur og starfsmenn fjölmiðla.

Reglur um aukakeppni

Séu tveir efstir og jafnir verður teflt til þrautar og eftir sama fyrirkomulagi á Íslandsbikarnum/Heimsbikarmótinu.

Verði fleiri en tveir efstir og jafnir verður stuðst er við grein 13.2 í reglum  FIDE um skákmótahald (https://handbook.fide.com/files/handbook/C02Standards.pdf).

Oddastig

 1. Innbyrðis úrslita
 2. Flestar sigurskákir
 3. Sonneborn-Bergur
 4. Koya System
 5. Hlutkesti

Skákstjórn

IA Ingibjörg Edda Birgisdóttir verður yfirdómari landsliðsflokks.

Mótsstjórn

Stjórn Skáksamband Íslands

Áfrýjunarnefnd

Dómstóll SÍ

Sérstök Covid-ákvæði

 1. Ef aðeins einn keppandi landsliðsflokks smitast eða fer í sóttkví verður mótinu framhaldið en viðkomandi fær dæmt tap í þeim skákum sem hann nær ekki að tefla, nema unnt reynist að tefla frestaða skák án röskunar á dagskrá mótsins að öðru leyti.
 2. Ef tveir eða fleiri keppendur landsliðsflokks smitast eða fara í sóttkví hefur SÍ rétt á að fresta eða aflýsa mótinu.
 3. Ef stöðva þarf keppni í landsliðsflokki gildir staðan á því sem lokastaða ef a.m.k. sex keppendur hafa teflt sjö umferðir. Annars skal leitast við að ljúka mótinu við fyrsta tækifæri.