Landsliðsflokkur Íslandsmótsins í skák (Skákþings Íslands) fara fram við glæsilegar aðstæður í Bankanum – Vinnustofu á Selfossi, sem nýlega var opnuð.
Eftirtaldir tefla í landsliðsflokki 2022.
Nr. | Titill | Skákmaður | Stig |
1 | GM | Hjörvar Steinn Grétarsson | 2542 |
2 | GM | Héðinn Steingrímsson | 2538 |
3 | GM | Hannes Hlífar Stefánsson | 2524 |
4 | IM | Vignir Vatnar Stefánsson | 2501 |
5 | GM | Guðmundur Kjartansson | 2430 |
6 | GM | Þröstur Þórhallsson | 2422 |
7 | GM | Bragi Þorfinnsson | 2419 |
8 | FM | Hilmir Freyr Heimisson | 2321 |
9 | FM | Símon Þórhallsson | 2252 |
10 | Alexander Oliver Mai | 2177 | |
Meðalstig | 2408 |
Dagskrá
Teflt daglega frá 21.-1. maí, nema 28. og 29. apríl sem eru frídagar. Taflmennska hefst kl. 16 alla daga en 14 um helgar og á rauðum dögum. Lokaumferðin hefst kl. 13. Ef tveir eða fleiri keppendur verða efstir og jafnir fer fram aukakeppni,
Verðlaun
- 300.000
- 150.000
- 100.000
Verðlaunafé skiptist eftir úrslitum aukakeppni um Íslandsmeistaratitilinn fari slík keppni fram. Komi ekki til aukakeppni skiptast verðlaun jafnt á milli þeirra sem hafa jafn marga vinninga.
Samkvæmt 15. grein skáklaga SÍ skal Íslandsmeistarinn í skák eiga sæti í landsliði Íslands (Ólympíuskákmótið á Indlandi 2022) og eiga keppnisrétt á næsta EM einstaklinga
Mótsreglur
Tímamörk
90 mínútur + 30 mínútur eftir 40 leiki. 30 sekúndna viðbótartími eftir hvern leik.
Jafnteflisreglur
Takmarkanir eru settar á jafnteflisboð. Hún gengur út á það að ekki er heimilt að bjóða jafntefli fyrr en báðir keppendur hafa leikið 30 leiki. Á því má gera undantekningar sé þráteflt en þá verður að stöðva klukku, kalla á skákstjóra og koma með jafntefliskröfu.
Aðrar reglur
Mæting í skákir: Menn hafa 30 mínútur til að koma sér á skákstað eftir að umferð hefst – áður en tap er dæmt. Mótshaldarar óska engu að síður eftir því að keppendur séu stundvísir.
Klæðnaður: Ætlast er til að keppendur séu ávallt snyrtilega klæddir. (All the participants should be dressed in a suitable manner).
Töfludráttur: Fer fram degi fyrir mót.
Keppendur geta átt á von á því að það verði leitað á þeim með málmleitartæki (Garret-tækinu) á skákstað bæði við upphaf umferðar og í miðri skák
Tölvur, snjallsímar og snjalltæki eru bönnuð í skáksal.
Reglur um aukakeppni
Séu tveir efstir og jafnir verður teflt til þrautar og eftir sama fyrirkomulagi á Íslandsbikarnum/Heimsbikarmótinu.
Verði fleiri en tveir efstir og jafnir verður stuðst er við grein 13.2 í reglum FIDE um skákmótahald (https://handbook.fide.com/files/handbook/C02Standards.pdf).
Oddastig
- Innbyrðis úrslita
- Flestar sigurskákir
- Sonneborn-Bergur
- Koya System
- Hlutkesti
Skákstjórn
IA Róbert Lagerman er yfirdómari mótsins
Mótsstjórn
Stjórn Skáksamband Íslands
Áfrýjunarnefnd
Dómstóll SÍ