Tímaritið Skák kemur út tvisvar á ári; á vorin og haustin, í kringum Íslandsmót Skákfélaga. 

Þeir sem hafa borgað áskriftargjöld Skáksambandsins geta nálgast sitt eintak frítt. 

Aðrir fá blaðið á 2.500 krónur. Vorheftið 2023 og haustheftið 2022 fást á 3000 krónur saman. 

Hægt er að nálgast blaðið á Íslandsmóti skákfélaga, en einnig á þriðjudagskvöldum í Taflfélagi Reykjavíkur frá klukkan 19:30-22:00, samhliða þriðjudagsmóti. 

Þeir sem vilja fá blaðið eða blöðin sent geta keypt þau hér.

Tilgangur blaðsins er að greina frá því helsta í íslensku skáklífi hverju sinni, og vera því heimild um skáksöguna til framtíðar. Einnig eru í blaðinu skýrðar skákir, skáksögulegar greinar, þrautir, myndir, skákferðasögur og ýmsilegt annað tengt íslensku skáklífi. 

Brot úr Tímaritinu: 

Facebook Comments Box
- Auglýsing -