Þegar smellt er á „Kaupa blaðið“ er hægt að kaupa vorhefti tímaritsins Skákar 2024 á 3500 krónur.

Einnig er hægt að merkja við ef maður vill sjá að blaðið komi aftur út.

Boðið upp á styrkarlínu fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir sem vilja styðja sérstaklega við útgáfuna. Styrktarlína er 7000 krónur blaðið.

Auðveldast er fyrir kaupendur að nálgast sín eintök þegar blaðið kemur út, samhliða Íslandsmóti Skákfélaga, en einnig í Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, á meðan þar eru haldin mót. Má til dæmis nefna öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá klukkan 19:30. Að sjálfsögðu er hægt að fá blaðið sent heim en þá bætist við 500 króna póstburðargjald. Póstburðargjald bætist ekki við hjá þeim sem eru í styrktarlínunni og vilja fá blaðið sent til sín.

Tilgangur blaðsins er að greina frá því helsta í íslensku skáklífi hverju sinni, og vera því heimild um skáksöguna til framtíðar. Einnig eru í blaðinu skýrðar skákir, skáksögulegar greinar, þrautir, myndir, skákferðasögur og ýmsilegt annað tengt íslensku skáklífi. Við skilum kærri þökk til allra þeirra sem skrifa í blaðið.

Í vorheftinu 2024 kennir ýmissa grasa. Olga Prudnykova, Íslandsmeistari kvenna, er með ítarlegar skákskýringar í blaðinu. Guðmundur Kjartansson heldur áfram að segja frá Íslandsmeistaratitli sínum. Eggert Gilfer. Hver er nú það? Aðalsteinn Thorarensen svarar því. Birt er brot úr óútgefinni bók Sigurbjörns Björnssonar sem fjallar á nýstárlegan hátt um einvígið 1972. Harald Björnsson tók saman tölfræði um fjölda skáka og skákstigabreytingar íslenskra skákmanna árið 2023. Þetta eru bara nokkur atriði, en tímaritið er 60 blaðsíður.

Ritsjóri blaðsins er Gauti Páll Jónsson. Steingrímur Steinþórsson brýtur um og Bragi Halldórsson og Jón Torfason lesa próförk. Prentað hjá Litlaprent og Skáksambandið gefur út.

Brot úr Tímaritinu: 

Facebook Comments Box
- Auglýsing -