Hér er hægt að gerast áskrifandi að tímaritinu Skák, sem kemur út tvisvar á ári, að hausti og vori. Miðað er við að útgáfa blaðsins sé á sama tíma og Íslandsmót skákfélaga fer fram. Blaðið kostar 3500 krónur. Tímaritið er að stærstum hluta kostað af áskrifendum blaðsins. Með því að gerast áskrifandi tekur þú virkan þátt í að halda útgáfunni gangandi.
Næsta blað, hið fyrsta eftir að maður skráir sig hér í áskrift, kemur út í október næstkomandi samhliða Íslandsmóti Skákfélaga.
Boðið er upp á styrkarlínu fyrir einstaklinga, fyrirtæki eða stofnanir sem vilja styðja sérstaklega við útgáfuna með því að greiða því sem nemur tvöfaldri áskrift. Styrktarlína er 7000 krónur blaðið. Þeir sem borga styrktarlínu geta valið um að þess sé getið á þakkartöflu (tabula gratulatoria).
Innan tíðar verður haft sérstaklega samband við þau sem keyptu vorheftið 2024. Takk fyrir ykkar framlag! Gert er ráð fyrir að þau sem keyptu blaðið í vor séu í áframhaldandi áskrift nema annað komi fram, með því að svara þeim tölvupósti.
Við mælum með að þeir áskrifendur sem hafi tök á að nálgast sín eintök þegar blaðið kemur út, samhliða Íslandsmóti Skákfélaga, geri það. Einnig er hægt að nálgast blaðið í Skáksambandi Íslands eða Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12, á meðan þar eru haldin mót. Má til dæmis nefna öll þriðjudags- og fimmtudagskvöld frá klukkan 19:30. Þar er einnig hægt að nálgast eldri eintök af tímaritinu.
Að sjálfsögðu er líka hægt að fá blaðið sent heim en þá bætist við 1000 króna póstburðargjald. Póstburðargjald bætist ekki við hjá þeim sem eru í styrktarlínunni og vilja fá blaðið sent til sín.
Tilgangur blaðsins er að greina frá því helsta í íslensku skáklífi hverju sinni, og vera því heimild um skáksöguna til framtíðar. Einnig eru í blaðinu skýrðar skákir, skáksögulegar greinar, þrautir, myndir, skákferðasögur og annað tengt íslensku skáklífi. Við skilum kærri þökk til allra þeirra sem skrifa í blaðið.
Lagt er upp með að hafa tímaritið efnismikið og fjölbreytt, hvert blað er á bilinu 60-68 blaðsíður.
Ritsjóri blaðsins er Gauti Páll Jónsson. Steingrímur Steinþórsson brýtur um og Bragi Halldórsson og Jón Torfason lesa próförk. Prentað hjá Litlaprent og Skáksambandið gefur út.
Brot úr Tímaritinu: