Gunnar og Gauti Páll skoða fyrsta eintakið af glóðvolgu tölublaði nýkomið úr prentsmiðjunni. Mynd: BÍvarK

Gleðifréttir – haustblað Tímaritsins Skák er komið út!

Sem fyrr er blaðið efnismikið, 60 síður, og er blaðið að miklu leyti tileinkað Helga Ólafssyni sem settist á dögunum í helgan stein eftir 28 ár sem skólastjóri Skákskólans. 

Gerast áskrifandi 

Áskrifendur geta nálgast blaðið á viðburðum í Taflfélagi Reykjavíkur. Nóg að segja til nafns við skákstjóraborðið og þá verður merkt við að þið hafið tekið ykkar eintak. Einnig er hægt að fá eldri tölublöð á afslætti. 

Tilvalið að sækja blaðið á þriðjudags- og fimmtudagsmótum frá klukkan 19:30. Og jafnvel að taka þátt! 

Engar breytingar á verðinu, 3.500 kr., en því miður vegna vegna dýrrar póstþjónustu, verður póstburðargjaldið hækkað úr 500 í 1.000 krónur fyrir þá sem fá blaðið sent heim. Þeir sem skráðu sig fyrir því að fá blaðið sent heim en kjósa þess í stað að sækja blaðið núna, geta gert það með því að skrá sig upp á nýtt í áskrift í fréttinni á skak.is.  Annars verður blaðið sent á sama heimilisfang og í vor. Einnig þarf að skrá sig aftur ef skipt hefur verið um heimilisfang. 

Rétt er að taka fram að þeir sem skráðu sig í vor fyrir áskrift þurfa ekki að skrá sig aftur.

Tímaritið Skák þakkar áskrifendum og stuðningsaðilum kærlega fyrir stuðninginn og hvetur skákáhugafólk til að gerast áskrifendur!

Gerast áskrifandi 

Bestu kveðjur,
Gauti Páll Jónsson 

Ritstjóri tímaritsins Skákar

Facebook Comments Box
- Auglýsing -