Gleðifréttir – vorblað tímaritsins Skákar er komið út!

Sem fyrr er blaðið efnismikið, nú 64 síður. Blaðið er fjölbreytt og fjallar um málefni líðandi stundar í skák á Íslandi, ásamt fræðilegra efni. Einngi eru afmælisgreinar í tilefni af 90 ára afmæli Friðriks Ólafssonar. Blaðið er það efnismesta eftir endurreisn útgáfunnar haustið 2023.

Gerast áskrifandi 

Áskrifendur geta nálgast blaðið á viðburðum í Taflfélagi Reykjavíkur. Nóg að segja til nafns við skákstjóraborðið og þá verður merkt við að þið hafið tekið ykkar eintak. Einnig er hægt að fá eldri tölublöð á afslætti.

Tilvalið að sækja blaðið á þriðjudags- og fimmtudagsmótum frá klukkan 19:30. Og jafnvel að taka þátt!

Engar breytingar á verðinu, 3.500 kr. fyrir blaðið og 4500 fyrir þá sem vilja sent heim með Póstinum.

Tímaritið Skák þakkar áskrifendum og stuðningsaðilum kærlega fyrir stuðninginn og hvetur skákáhugafólk til að gerast áskrifendur!

Einnig hvetjum við öll aðildarfélög Skáksambandsins sérstaklega til að skrá sig!

Þeim fjölgar sem kaupa styrktarlínu – tvöfalda áskrift – og við þökkum kærlega fyrir stuðninginn. Einnig er hægt að skrá sig í styrktarlínu í hlekknum.

Haustið 2025 verða liðin þrjú ár frá því að útgáfan hóf göngu sína að nýju og þá verður því haustblaðið 2023 birt rafrænt í opnum aðgangi á netinu. Öll blöðin munu svo birtast að þremur árum liðnum frá útgáfu.

Bestu kveðjur f.h ritnefndar
Gauti Páll Jónsson

Ritstjóri tímaritsins Skákar

Facebook Comments Box
- Auglýsing -