Þorsteinn er genginn til liðs við TV.

Þrír liðsmenn hafa nýlega gengið í raðir Taflfélags Vestmannaeyja en liðið vann sig upp í 2. deild á síðustu leiktíð. Þetta eru FIDE-meistarinn Þorsteinn Þorsteinsson (2268) sem hefur teflt fyrir Hugin undanfarin ár, Örn Leó Jóhannsson (2228) sem kemur úr Skáksambandi Breiðabliks, Bolungarvíkur og Reykjaness og Páll Snædal Andrason (1860) sem kemur úr Taflfélagi Garðabæjar.