FIDE birti at- og hraðskákstig 1. maí 2025.

Atskák

Stigahæstu skákmenn og skákkonur

Nánast engar breytingar eru á topplistunum þar sem fáir tefldu atskák í mánuðinum. Þröstur Þórhallsson (2463) og Lenka Ptácníková (2113) eru áfram efst á listunum.

Ungir og gamlir

Sama á við um virkni skákmanna á vizkualdrinum og undir 20 ára. Fáar skákir tefldar og litlar breytingar. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) og áðurnefndur Þröstur Þórhallsson leiða listana.

Hraðskák

Stigahæstu skákmenn og skákkonur

Það er meiri vikrni hjá efstu skákmönnum og skákkonum í hraðskákinni. Vignir Vatnar Stefánsson (2515) er enn efstur þrátt fyrir smá lækkun. Hannes Hlífar Stefánsson (2416) fer úr 6. sæti í 3. og Björn Þorfinnsson (2414) fer úr 9. sæti upp í 4. með 25 stiga hækkun.

Olga Prudnykova (2116) er hæst skákkvenna en Hallgerður H Þorsteinsdóttir (2068) tekur stórt stökk og er nú aðeins 48 stigum á eftir Olgu.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2261) er líka stigahæstur á U20 listanum í hraðskák. Annars var mánuðurinn þungur fyrir marga unga á topp 20 listanum.

Hannes Hlífar Stefánsson (2416) náði toppsætinu á hraðskáklistanum á vizkualdrinum með 15 stiga hækkun í mánuðinum.

Breytingar

Ungir landsbyggðarmenn áttu góðan mánuð í atskákinni. Vestfirðingurinn Karma Halldórsson (1703) hækkaði um 75 stig, Akureyringurinn Markús Orri Óskarsson (2010) hækkaði um 52 stig og Selfyssingurinn Tómas Sindri Leósson (1639) hækkaði um 44 stig.

Í hraðskák komst Dagur Sverrisson í 100 stiga klúbbinn með 130 stiga hækkun og Birkir Hallmundarson (1916) hækkaði um 95 stig.

Af stigahærri mönnum má benda á 62 stiga hækkun hjá Daða Ómarssyni (2257) og 30 stiga hækkun hjá Símoni Þórhallssyni (2325)

Flestar skákir

Eins og svo oft áður var Arnar Ingi Njarðarson (1675) duglegasti atskákmaður landsins. Hann var líka næst duglegastur í hraðskák ásamt forsetaframbjóðandanum Kristjáni Erni Elíassyni (1945). Flestar hraðskákir tefldi hins vegar Aron Ellert Þorsteinsson (1838)

Nýir á lista

Fjórir komu nýir inn á lista í atskák, þeirra stigahæstur var Ágúst Leó Sigurfinnson með 1663 stig. Í hraðskák komu 9 nýir inn á lista, stigahæstur var Rögnvaldur Jónsson með 1958 stig.

- Auglýsing -