FIDE birti alþjóðleg skákstig þann 1. júní. Pétur Úlfar Ernisson (1759) hækkaði mest í mánuði þar sem lítið var teflt.
Stigahæstu skákmenn og skákkonur
Vignir Vatnar Stefánsson (2515) lækkaði um 13 stig í mánuðinum en er enn eini Íslendingurinn yfir 2500 stigum. Annars lækkuðu flestir af þeim sem voru virkir á topp 20 listanum.
Olga Prudnykova (2271) er enn hæst skákkvenna en engin íslensk skákkona tefldi kappskák í mánuðinum.

Ungir og gamlir
Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2350) er enn stigahæstur ungra skákmanna eftir litla lækkun í mánuðinum.
Á vizkualdrinum er hörkubarátta um toppsætið en eftir að Jóhann Hjartarson (2466) og Henrik Danielsen (2465) hækkuðu báðir um 5 stig í apríl mánuði þá helmingar Henrik núna forskot Jóhanns með því að hækka um 1 stig.

Breytingar
Pétur Úlfar Ernisson (1759) hækkaði langmest í mánuðinum og Bárður Örn Birkisson (2280) náði að hækka um 10 stig. Aðeins 9 íslenskir skákmenn hækkuðu í mánuðinum.

Fjöldi
Heimshornaflakkararnir Vignir Vatnar og Aleksandr tefldu 23 skákir í mánuðinum, 14 skákum meira en Ljubljana fararnir.

Nýr á lista
Sveinn Geirsson (1607) kemur einn nýr inn á lista.












