Mikael Bjarki hefur verið í hörkustuði

FIDE birti ný at- og hraðskákstig 1. júní síðastliðinn. Helgi Ólafsson kemur aftur inn á lista en Mikael Bjarki Heiðarsson og Sæþór Ingi Sæmundarson hækka mest.

Atskák

Stigahæstu skákmenn og skákkonur

Helgi Ólafsson (2496) skellti sér vestur á Snæfellsnes og tefldi sínar fyrstu atskákir síðan 2023 og er því aftur komin með virk atskákstig. Ekki nóg með það heldur er hann þar með stigahæsti atskákmaður Íslands. Annars urðu litlar breytingar á topp 20 listanum.

Lenka Ptácníková (2109) er stigahæst skákkvenna.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) er stigahæstur íslenskra ungmenna. Hástökkið tekur hins vegar Mikael Bjarki Heiðarsson (2107) en með öruggum sigri hans á Íslandsmótinu í skólaskák hækkaði hann um 176 stig og fór úr 8. sæti upp í 2.

Á vizkualdrinum tekur Helgi Ólafsson (2496) toppsætið með því að verða virkur aftur.

Hraðskák

Stigahæstu skákmenn og skákkonur

Vignir Vatnar Stefánsson (2517) er stigahæstur skákmanna. Daði Ómarsson (2270) og Guðmundur Stefán Gíslason (2265) koma nýir inn á topp 20 listann.

Olga Prudnykova (2116) er stigahæst íslenskra skákkvenna í hraðskák.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2261) er stigahæstur íslenskra ungmenna. Pakkinn á eftir honum þéttist en fjórir skákmenn eru milli 2100 og 2200 stig.

Breytingar

Þegar maður vinnur Íslandsmótið í skólaskák með 11 vinninga í 11 skákum þá fylgir því góð hækkun og því hækkaði Mikael Bjarki Heiðarsson (2107) mest í atskák í mánuðinum. Emilía Embla. B. Berglindardóttir (1568) náði einnig flottri 156 stiga hækkun.

Sæþór Ingi Sæmundarson (1874) hækkaði um 178 stig á hraðskákmóti Vestmannaeyja. Mér sýnist hann bara tekið þátt í tveim hraðskákmótum undanfarin 4 ár og hækkað samtals um rúmlega 300 stig á þeim.

Fjöldi

Pétur Úlfar Ernisson (1824) tefldi 31 hraðskák í mánuðinum á meðan Gauti Páll Jónsson (2179) tefldi einni skák meira en Arnar Ingi Njarðarson (1714) og Þorsteinn G. Sigurðarson (1793).

Nýir á lista

12 skákmenn komu nýir á lista í atskák, Vilhjálmur Pálmason (1924) þeirra stigahæstur. 13 komu nýir inn á lista í hraðskák, Sigurður A Magnússon (1861) þeirra stigahæstur.

- Auglýsing -