FIDE birti alþjóðleg skákstig þann 1. maí. Í annað sinn á þrem mánuðum hækkar Guðrún Fanney Briem (2004) mest og fer úr því að vera 8. stigahæsta skákkona landsins í 4.-5. sæti.

Stigahæstu skákmenn og skákkonur

Vignir Vatnar Stefánsson (2528) lækkaði örlítið í mánuðinum en er enn stigahæstur íslenskra skákmanna. Jóhann Hjartarson (2466) hækkar upp í þriðja sæti þar sem Héðinn Steingrímsson (2492) datt af lista þar sem komnir eru 12 mánuðir frá síðustu kappskák hans.

Olga Prudnykova (2271) er stigahæst skákkvenna en Norðurlandameistararnir Guðrún Fanney og Iðunn Helgadóttir (1876) náðu góðri hækkun.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2357) er stigahæstur ungra skákmanna.  Jóhann Hjartarson (2466) tekur toppsætið af Héðni á vizkualdrinum.

Breytingar

Guðrún Fanney hækkar mest í mánuðinum en Pétur Úlfar Ernisson (1713) náði einnig í 100 stiga klúbbinn. Theódór Helgi Eiríksson (1830) og Iðunn Helgadóttir (1876) voru nálægt því.

Af þeim sem eru eldri en 18 ára og því ekki með K40 stuðul hækkaði Sigurlína Regína Friðþjófsdóttir (1773) mest.

 

Hilmir Freyr Heimisson (2350) tefldi mest í mánuðinum en hann náði 18 kappskákum.

- Auglýsing -