Nú liggur fyrir hvaða reglur verða í gildi fyrir Íslandsmót skákfélaga. Alls mega 75 manns vera saman í rými. Fyrstu deildinni verður skipt í tvö algjörlega aðskilin rými (TR og SÍ) og 2. deildin fer fram í sérrými í Faxafeni 10.
Rými er skilgreint rými í hverri umferð. Á milli umferða eru öll rými sótthreinsuð; taflmenn, skákklukkur, borð og stólbök, sameiginlegir snertifletir, salerni o.s.frv.
Eftirfarandi er áréttað
- Áhorfendur eru ekki leyfilegir á skákstað en með hverju liði má vera einn liðsstjóri/fylgdarmaður sem ekki teflir.
- Hver keppandi/liðsstjóri má bara vera í einu rými í hverri umferð. Hafi lið tvo lið sem tefla í sitthvoru rýminu – þarf tvo liðsstjóra.
- Ekki er grímuskylda fyrir keppendur en liðsstjórar og starfsmenn skulu vera með grímu þegar þeir eru á ferðinni. Mælt er einnig með grímu fyrir keppendur þegar þeir ganga inn í salinn og um salinn á meðan teflt er.
- Ekki er boðið upp á kaffi né aðrar veitingar á skákstað. Glös eru ekki til staðar. Liðsstjórar eru hvattir til að minna sína liðsmenn á það
- Þeim sem finna fyrir einkennum sem geta stafað af Covid-19 er óheimilt að mæta á skákstað eða umgangast þátttakendur.
Fyrsta deildin fer fram í húsnæði TR og SÍ. Önnur deildin fer fram í Faxafeni 10. Inngangur vesturmegin (gegnt Erninum).
Verðlaunaafhending fer fram strax að móti loknu. Verðlaunaafhending fyrstu deildar fer fram í TR-salnum og 2. deildar í Faxafeni 10.
Skipting í hólf
Hólf 1 | Hólf 2 | Hólf 3 |
1. deild | 1. deild | 2. deild |
TR | SÍ | F10 |
Föstudagurinn, 14. maí, kl. 19:30 | ||
Fjölnir-Víka | Huginn-TRb | Ekki teflt |
Breiðablik-TRa | SA-Víkb | |
TG-SSON | ||
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 11:00 | ||
SSON-Huginn | Víkb-Fjölnir | 2. deild |
TRa-TG | TRb-SA | |
Víka-Breiðablik | ||
Laugardagurinn, 15. maí, kl. 17:00 | ||
TG-Víka | Fjölnir-Breiðablik | 2. deild |
Huginn-TRa | Víkb-TRb | |
SA-SSON | ||
Sunnudagurinn, 16. maí, kl. 11:00 | ||
SSON-Víkb | TRb-Fjölnir | 2. deild |
TRa-SA | Breiðablik-TG | |
Víka-Huginn |
Beinar útsendingar verða frá helstu viðureignum. Góð úrslitaþjónusta verður tryggð á meðan taflmennsku stendur.
Að lokum minnum við á styrleikaraðaða lista (ef breyting hefur orðið á liði frá fyrri hluta) og form sem fylla út þarf út fyrir hverja umferð.
Öll form og styrkleikaraðaða lista má finna hér: https://www.dropbox.com/sh/fcjwi4735rfej3g/AADogC6TiJGUFuLFkaYZ2qVta?dl=0.
Hægt er að senda uppfærslur á skaksamband@skaksamband.is