Hilmir Freyr sigraði á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2017

Hilmir Freyr Heimisson vann glæsilegan sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands sem lauk rétt fyrir kl. 19 á sunnudaginn. Hilmir  vann allar fimm skákir sínar og er fyrsti sigurvegari meistaramótsins sem vinnur það með fullu húsi. Hann tefldi af mikilli hörku, lenti aldrei í taphættu  og var sigur hans afar sannfærandi.

 

Bárðu Örn Birkisson varð í öðru sæti á Meistaramóti Skákskóla Íslands 2017

Bárður Örn Birkisson varð í 2. sæti með 3½ vinning og síðan komu Aron Thor MaiAlexander Oliver Mai og Jón Trausti Harðarson með 2½ vinning hver.

Meistaramót Skákskólans er sterkasta unglingamótið sem haldið er hér á landi ár hvert og voru keppendur að þessu sinni 27 talsins en teflt var í flokki skákmanna sem voru yfir 1600 alþjóðlegum elo-stigum og flokki keppenda sem voru undir 1600 elo eða stigalausir.

Lokastöðuna á flokki 1600+ má finna á Chess-Results.

 

Gunnar Erik Guðmundsson – Örn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon – Meistaramót Skákskóla Íslands 2017

Mikið var að gerast hjá ungmennum landsins þessa helgi, knattspyrnumót, próflestur og fleira. Mótið fór vel fram og var afar spennandi. Í stigalægri flokknum urðu þrír keppendur, Gunnar Erik GuðmundssonÖrn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon jafnir að vinningum hlutu allir 6 vinninga af átta en Örn var með vinning forskot fyrir lokaumferðina en tapaði þá fyrir Þorsteini. Stig voru látin úrskurða um sigurvegarann og við útreikning kom í ljós að Gunnar Erik hafði fengið hálfu stigum meira en Örn og Þorsteinn. Við mótslit afhenti Agnar Tómas Möller verðlaun en fyrirtæki hans GAMMA var aðalstyrktaraðili mótsins.

 

Verðlaunahafar í báðum flokkum voru:

Flokkur keppenda með 1600 elo stig og meira:  

1. Hilmir Freyr Heimisson 5 v. ( af 5 )
2. Bárður Örn Birkisson 3½ v.
3.-5. Aron Thor Mai, Alexander Oliver Mai og Jón Trausti Harðarson 2½ v.

Flokkur keppenda undir 1600 elo:

 

1.-3. Gunnar Erik Guðmundsson, Örn Alexandersson og Þorsteinn Magnússon 6 v. ( af 8 ).

Verðlaun í flokki keppenda sem voru undir 1200 elo stigum:

  1. Magnús Hjaltason
  2. Tómas Möller
  3. Benedikt Þórisson

 

Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen Meistaramót Skákskóla Íslands 2017

Stúlknaverðlaun: Anna Katarina Thoroddsen og Soffía Berndsen.

Lokastöðuna í flokki með minna en 1600 skákstig má finna á Chess-Results.

Um mótsstjórn sáu Helgi Ólafsson, Lenka Ptacnikova, Hjörvar Steinn Grétarsson og Páll Sigurðsson var skákdómari.