Meistaramót Skákskóla Íslands 2022 fyrir keppendur sem eru undir 2000 elo stigum verður haldið 21. – 22. maí nk.

Frestur til að tilkynna þátttöku í Meistaramóti Skákskóla Íslands í stigaflokki 2000 elo og  undir rennur út kl. 13 á morgun, föstudag. Frestur til að tilkynna þátttöku í stigaflokki 1500 elo og undir rennur út kl. 18.

Vegna vel rökstuddra ábendinga hefur verið ákveðið að skipta mótinu upp í tvo flokka:

A:

Flokkur sem er skipaður keppendum með 1500 elo stig eða minna og er sá flokkur einnig opinn þeim sem ekki hafa ennþá fengið alþjóðlega elo-stig.

B:

Flokkur keppenda sem er skipaður keppendum 1500 – 2000 elo stig. Keppendur sem ekki hafa náð 1500 elo geta óskað þess að taka þátt í stigahærri flokknum  enda liggja til þess gildar ástæður sem mótsstjórn mun fara yfir.

Þá er stefnt  er að því að halda sameinað Meistaramót Skákskólans og Unglingameistaramót Íslands dagana 16.–18. desember nk. Nær það mót m.a. til keppenda sem eru yfir 2000 elo stigum þ.m.t. U-25 hópnum sem Skákskólinn stendur fyrir í samvinnu við SÍ.  

Mótsstaður: Húsnæði skólans að Faxafeni 12, 108 Reykjavík. 

Flokkur u 1500 elo

*Þátttökuréttur: Allir nemendur fæddir 2002 og síðar sem tekið hafa þátt í námskeiðum og annarri dagskrá á vegum Skákskólans starfsárið 2021–2022.

*Fyrirkomulag í keppni u 1500 elo og stigalausra:

*Umferðafjöldi: 7 umferðir.

*Tímamörk: 30 30 á allar skákirnar.

*Fyrirkomulag: Swiss perfect.

*Skákstig: Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

*Yfirseta: Gefið er kost á einni yfirsetu í 1.–4. umferð. Tilkynna verður um yfirsetuna áður en parað er í næstu umferð.  

Dagskrá:

 1. umferð: Laugardagurinn 21. maí kl. 11
 2. umferð: Laugardagurinn 21. maí kl. 13.30
 3. umferð: Laugardaginn 21. maí kl. 16.
 4. umferð: Laugardaginn 21. maí kl. 18.30 
 1. umferð: Sunnudaginn 22. maí kl. 11.
 2. umferð: Sunnudaginn 22 maí kl. 14.
 3. umferð: Sunnudaginn 22. maí kl. 17. 

Verðlaun í flokki keppenda u 1500 elo.  

 1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 40 þús.
 2. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.
 3. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable. 

Verðlaun á flokki keppenda u 1200 elo og stigalausra

 1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 30 þús.
 2. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.
 3. Verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.

Flokkur 1500-2000 elo

*Tefldar verða 6 umferðir.

*Tímamörk: 60 30.

*Fyrirkomulag: Swiss perfect.

*Skákstig: Mótið verður reiknað til alþjóðlegra skákstiga.

*Yfirseta: Gefið er kost á einni yfirsetu í 1. – 4. umferð. Tilkynna verður um yfirsetuna áður en parað er í næstu umferð.

Verðlaun:

 1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 90 þús.
 2. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 50 þús.
 3. – 5. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.

Verðlaunafhending fer fram strax að móti loknu.

Dagskrá 

 1. umferð: Föstudagurinn 20. maí kl. 15
 2. umferð: Föstudagurinn 20. maí kl. 18 
 1. umferð: Laugardaginn 21. maí kl. 11.
 2. umferð: Laugardaginn 21. maí kl. 14 
 1. umferð: Sunnudaginn 22. maí kl. 11.
 2. umferð: Sunnudaginn 22 maí kl. 14. 

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að bjóða völdum einstaklingum þátttöku í mótinu og að gera breytingar á boðaðri dagskrá ef þurfa þykir.