Ný alþjóðleg skákstig komu út í gær, 1. janúar 2020. Hjörvar Steinn Grétarsson (2586) er langstigahæsti skákmaður landsins. Páll Sigurðsson, yngri, er stighæstur nýliða og Pálmi Pétur Harðarson og Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson hækkaðu mest allra frá desember-listanum.
Í öllum samantektunum hér að neðan er virka skákmenn samkvæmt skilgreiningu FIDE. Hún felur það í sér að það þurfi að tefla a.m.k. eina reiknaða kappskák síðustu 12 mánuði.
Stigahæstu skákmenn landsins
Hjörvar Steinn Grétarsson (2586) er langstigahæsti skákmaður landsins. Alls munar á honum 57 stigum og næststigahæsta skákmanni landsins, Hannesi Hlífari Stefánssyni (2529). Það eru væntanlega afar langt síðan munurinn var jafn mikill á tveim stigahæstu skákmönnum landsins. Þriðji á stigum er Jóhann Hjartarson (2524).
50 stigahæstu skákmenn landsins
Nýliðar
Aðeins tveir nýliðar eru á listanum núna. Annars vegar eru það Páll Sigurðsson (yngri) og hins vegar Þorsteinn Garðar Þorsteinsson.
| Nr. | Nafn | Tit | Stig | +/1 | Fj. |
| 1 | Sigurdsson, Pall | 1587 | 1587 | 5 | |
| 2 | Thorsteinsson, Thorsteinn Gardar | 1286 | 1286 | 5 |
Mestu hækkanir
Pétur Pálmi Harðarson og Þorsteinn Jakob F. Þorsteinsson (+34) hækkuðu mest frá desember-listanum. Þriðji er Tryggvi Leifur Þorsteinsson (+29).
| Nr. | Nafn | Tit | Stig | +/1 | Fj. |
| 1 | Hardarson, Petur Palmi | 2027 | 34 | 7 | |
| 2 | Thorsteinsson, Thorsteinn Jakob F | 1155 | 34 | 5 | |
| 3 | Ottarsson, Tryggvi | 1534 | 29 | 1 | |
| 4 | Helgadottir, Idunn | 1233 | 24 | 3 | |
| 5 | Gudmundsson, Thordur | 1553 | 22 | 7 | |
| 6 | Thoroddsen, Anna Katarina | 1076 | 20 | 3 | |
| 7 | Gretarsson, Hjorvar Steinn | GM | 2586 | 18 | 7 |
| 8 | Gardarsson, Hordur | 1604 | 18 | 6 | |
| 9 | Heidarsson, Mikael Bjarki | 1043 | 15 | 3 | |
| 10 | Lee, Gudmundur Kristinn | 1892 | 14 | 1 | |
| 11 | Sharifa, Rayan | 1313 | 14 | 3 | |
| 12 | Omarsson, Josef | 1097 | 11 | 3 | |
| 13 | Unnarsson, Sverrir | 1923 | 10 | 5 |
20 stigahæstu konur landsins
Lenka Ptácníková (2076) er stigahæsta skákkona landsins. Í næstu sætum eru Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir (2021) og Guðlaug Þorsteinsdóttir (1958).
20 stigahæstu skákkonur landsins
Stigahæstu ungmenni landsins (u20)
Vignir Vatnar Stefánsson (2323) er langstigahæsta ungmenni landsins en miðað er við 20 ára og yngri. Í næstu sætum eru Hilmir Freyr Heimisson (2226) og Stephan Briem (2197). Árgangurinn 1999 dettur nú út af ungmennalistanum.
20 stigahæstu ungmenni landsins
Stigahæstu öldungar landsins (65+)
Áskell Örn Kárason (2274) er stigahæsti öldungur landsins. Í næstu sætum eru Kristján Guðmundsson (2236) og Björgvin Víglundsson (2206).
20 stigahæstu öldungar landsins
Heimslistinn
Magnús Carlsen (2872) er langstigahæsti skákmaður heims. Í næstu sætum eru Fabiano Caruana (2822) og Ding Liren (2805).












