Fagnaðarfundur & kveðjuveisla! Hrókurinn kveður Pakkhúsið, Geirsgötu 11, með hraðskákmóti laugardaginn 4. janúar 2020 klukkan 14. Tefldar verða níu umferðir. Umhugsunartími 3 mín + 2 sekúndur pr. leik. Mótið er reiknað til stiga. Allir hjartanlega velkomnir, skráið ykkur sem fyrst — keppendafjöldi takmarkast við 32.

Veitingar, myndasýning frá Grænlandi og sitthvað fleira skemmtilegt. Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.

- Auglýsing -