Meistaramót Skákskóla Íslands 2024 fyrir keppendur sem eru undir 2100 elo stigum verður haldið 24.-26. maí nk.

Ákveðið hefur verið að mótið fari fram í einum opnum flokki.

Mótið fer fram í einum flokki en verðlaunaflokkar  verða þrír, 1800 – 2100 elo, 1600-1800 elo og 1600 elo og minna og stigalausir.  

Mótsstaður: Húsnæði skólans að Faxafeni 12, 108 Reykjavík.

 *Þátttökuréttur: Allir nemendur fæddir 2004 og síðar sem tekið hafa þátt í námskeiðum og annarri dagskrá á vegum Skákskólans starfsárið 2023–2024.

*Umferðafjöldi: 9 umferðir.

*Tímamörk: 25 10 á allar skákirnar.

*Fyrirkomulag: Svissneska kerfið

*Skákstig: Mótið verður reiknað til alþjóðlegra atskákstiga.

*Yfirseta: Gefið er kost á einni yfirsetu í 1. – 6. umferð. Tilkynna verður um yfirsetuna áður en parað er í næstu umferð.

Verði keppendur jafnir að vinningum: Þá verða mótsstig látin skera úr um sætaröð.

Dagskrá:

  1. umferð: Föstudagurinn 24. maí kl. 18
  2. umferð: Föstudagurinn 20. maí kl. 20
  1. umferð: Laugardagurinn 25. maí kl. 11
  2. umferð: Laugardagurinn 20. maí kl. 13
  3. umferð: Laugardaginn 20. maí kl. 15.
  4. umferð: Laugardaginn 20. maí kl. 17.
  1. umferð: Sunnudaginn 26. maí kl. 12.
  2. umferð: Sunnudaginn 21 maí kl. 14.
  3. umferð: Sunnudaginn 21. maí kl. 16.

Flokkur 1800-2100 elo

Verðlaun:

  1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 90 þús.
  2. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 50 þús.
  3. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 40 þús.

4.– 6. verðlaun:  Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.

Verðlaun í flokki keppenda u 1800 elo. 

  1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 40 þús.
  2. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.
  3. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.

 Verðlaun á flokki keppenda u 1600 elo og stigalausra 

  1. verðlaun: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 30 þús.
  2. verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.
  3. Verðlaun: Skákbók, myndband eða sambærilegt efni að verðgildi frá Chessable.

Besti árangur stúlkna: Ferðastyrkur að verðmæti kr. 30 þús.

Verðlaunafhending fer fram strax að móti loknu. 

Mótsstjórn áskilur sér rétt til að bjóða völdum einstaklingum þátttöku í mótinu og gera breytingar á boðaðri dagskrá ef þurfa þykir.

 

 

- Auglýsing -